Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Góð áhrif af samvinnu á milli kynslóða - leikskólabörn heimsækja reglulega heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði

Vinkonurnar Sigríður Ólafsdóttir og Elín
Vinkonurnar Sigríður Ólafsdóttir og Elín

Í vetur hafa börn af leikskólum í grennd við Hrafnistu í Hafnarfirði komið  mánaðarlega í heimsókn líkt og síðustu vetur. Þetta eru yndislegar stundir þar sem falleg vinasambönd hafa myndast í gegnum reglulegar heimsóknir þar sem hver leikskóli á sína vinadeild.

Í meðfylgjandi grein sem birtist á gaflari.is má lesa umfjöllun um þessar heimsóknir leikskólabarna á leikskólanum Álfabergi í Hafnarfirði til heimilisfólks á Hrafnistu.

 

Falleg vináttusambönd

"Ég knúsa hana alltaf smá þegar ég hitti hana"

Á hverjum miðvikudegi fara elstu krakkarnir á leikskólanum Álfabergi í heimsókn á Hrafnistu. Þar hitta þau vini sína á hjúkrunardeildinni. „Það hafa myndast falleg vináttusambönd á milli barnanna og heimilisfólksins,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn.

Frá því í haust hefur hópur vaskra barna frá Álfabergi lagt leið sína í hverri viku á Hrafnistu. „Guðrún, iðjuþjálfi á Hrafnistu, hafði samband við okkur og viðraði þessa hugmynd við okkur. Við ákváðum að prófa og sjáum ekki eftir því, því þetta hefur tekist virkilega vel,“ segir Linda Björk Halldórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri.

Linda Björk segir að lagt hafi verið upp með að leikskólabörnin og heimilisfólkið á Hrafnistu myndi kynnast og vinna að sameiginlegum verkefnum. „Oft er það þannig að þegar leikskólabörn fara í heimsókn á dvalarheimili koma þau bara til að syngja og svo fara þau. Börnin okkar vinna hins vegar ákveðin verkefni með heimilisfólkinu hverju sinni, en syngja auðvitað oft líka.“

Linda segir leikskólabörnin og heimilisfólkið á Hrafnistu hafi til að mynda gert saman vinamyndir þar sem allir settu handafar sitt á sameiginlegt listaverk, málað á krukkur, skreytt mandarínur með negulnöglum fyrir jólin og margt fleira skemmtilegt.

„Heimsóknirnar hafa gengið ótrúlega vel. Börnin njóta þessara samvista og heimilisfólkið bíður spennt eftir börnunum,“ segir Linda Björk og bætir við: „Við sjáum líka að í þessum heimsóknum hafa myndast falleg vinasambönd.“

Elín er eitt þeirra barna sem kemur með Álfabergi í heimsókn á Hrafnistu. Hún segir að sér finnist mög gaman að heimsækja gamla fólkið. „Mér finnst mjög gaman að hitta vinkonu mína. Þegar ég hitti hana knúsa ég hana alltaf smá.“

Þegar vinkona Elínar birtist ríkur Elín í fangið á henni og knúsar hana ekkert smá heldur mikið. Og það er ekkert skrýtið við að Elínu finnist gott að knúsa vinkonu sína sem reynist vera Sigríður Ólafsdóttir, fyrrum hjúkrunarkona í Öldutúnsskóla. Blaðamaður gaflari.is man sjálfur eftir mörgum góðum stundum í fanginu á Sigríði þegar hann var nemandi í Öldutúnsskóla fyrir langa löngu, enda Sigríður með eindæmum barngóð og hlý kona.

 

-Alda Áskelsdóttir

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur