Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Styrkjum úthlutað úr Rannsóknasjóði Hrafnistu

F.v. Sigurður Garðarsson, María Fjóla Harðardóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Guðný H. Björnsdóttir, Guðjón Ármann Einarsson, María K. Jónsdóttir og Nanna Guðný Sigurðardóttir.
F.v. Sigurður Garðarsson, María Fjóla Harðardóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Guðný H. Björnsdóttir, Guðjón Ármann Einarsson, María K. Jónsdóttir og Nanna Guðný Sigurðardóttir.

Í liðinni viku fór fram úthlutun úr Rannsóknasjóði Hrafnistu fyrir árið 2015. Árlega er úthlutað úr sjóðnum, en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði öldrunarmála. Hálf milljón króna kom til úthlutunar í ár og að þessu sinni hlutu eftirfarandi verkefni styrk:

-      Íslensk þýðing og normasöfnun fyrir Addenbrooke prófið fyrir iPad (ACE-III mobile)

            -      Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins  

 

María K. Jónsdóttir klínískur taugasálfræðingur, sálfræðiþjónustu geðsviðs LSH (Landakot) og dósent í sálfræði, Háskólanum í Reykjavík fékk 350 þúsund króna styrk. Hún vinnur að þýðingu og staðfærslu Addenbrooke Cognitive Examination (ACE) sem er skimunarpróf fyrir hugræna getu og einkum notað fyrir þá sem eru eldri en 50 ára og leita læknis vegna minnisvandkvæða. Notuð er nýjasta útgáfa prófsins (ACE-III Mobile, fyrir iPad spjaldtölvu). Auk þess að safna íslenskum viðmiðum (normum) verður gerð réttmætisathugun á íslensku útgáfunni. Prófið fæst frítt af netinu til niðurhals í iPad. Gögnin safnast fyrir þar og allir útreikningar eru gerðir sjálfvirkt í forritinu. Sífellt verður algengara að tölvur séu nýttar við hugræna skimun og þegar íslensk gerð ACE-III Mobile verður að fullu tilbúin verður slík prófun með spjaldtölvu reynd í fyrsta sinn á minnismóttökunni á Landakoti sem rútínupróf.

Þetta próf má svo nýta á öllum öldrunardeildum LSH, svo og í heilsugæslunni og á öldrunarstofnunum um allt land. Ætla má að spjaldtölvur verði teknar í notkun í auknum mæli innan heilbrigðiskerfisins og hin síðari ár hefur aukist að sálfræðileg próf séu tölvukeyrð. Á íslensku hefur ACE-III Mobile verið kallað tACE þar sem t stendur fyrir orðið tölva (s.s., tölvu-ACE).

 

Rauði kross Íslands fékk 150 þúsund króna styrk til að efla heimsóknavinaverkefni og þá sérstaklega þegar kemur að heimsóknum til aldraðra. Flestar deildir Rauða krossins sem staðsettar eru um allt land sinna þessu verkefni. Langfjölmennasti hópurinn sem fær heimsóknarvini eru aldraðir. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Einsemd er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi og Rauði krossinn leitast við með þessu að rjúfa slíka einangrun. Heimsóknir fara fram á ýmsum stöðum s.s. á heimilum, stofnunum og hjúkrunarheimilum. Styrkurinn mun nýtast í að uppfæra fræðsluefni og úttekt á verkefninu.

 

Nánari upplýsingar veita Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistuheimilanna, í síma 585 9402 eða 693 9511, eða Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, í síma 841 1600.

 

Reykjavík 11. janúar 2016.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Guðný H. Björnsdóttir fulltrúi Rauða krossins, Guðjón Ármann Einarsson formaður Rannsóknarsjóðs, María K. Jónsdóttir og Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistu.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur