Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Kvennahlaup ÍSÍ á Hrafnistuheimilunum

 

Undanfarnar vikur hefur Kvennahlaup ÍSÍ farið fram á Hrafnistuheimilinum líkt og mörg undanfarin ár. Á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ fór kvennahlaupið fram fimmtudaginn 11. júní. Þá ætluðu íbúar og starfsfólk að ganga hringinn í kringum Nesvelli sem þeirra framlag í kvennahlaupinu og vonuðust að sjálfsögðu eftir góðu og skaplegu veðri. Það varð það því miður ekki svo heldur ringdi í Reykjanesbænum þennan dag og því var brugðið á það ráð að fara í göngutúr innan dyra. Um 25 íbúar tóku þátt að þessu sinni og til stendur að halda áfram göngu utandyra í sumar þegar vel viðrar.  

Á Hrafnistu Skógarbæ fór kvennahlaupið fram mánudaginn 15. júní. Gengið var hringinn í kringum Skógarbæ eða samtals 900 metra og tóku 25 íbúar þátt í göngunni. Eftir gönguna var boðið upp á hressingu.  

Kvennréttindadaginn 19. júní fór kvennahlaupið fram á Hrafnistu í Laugarási, Hlévangi Reykjanesbæ og Ísafold í Garðabæ.

Í Laugarási var kvennahlaupinu fléttað saman við sumargleði í garðinum. Þrátt fyrir að sólin væri eitthvað hlédræg lét heimilisfólk engan bilbug á sér finna og margir mættu í hlaupið. Kokkarnir sáu svo um að grilla pylsur ofan í mannskapinn og sumargleði ríkti meðal íbúa og starfsmana.

Á Hlévangi í Reykjanesbæ var genginn hringur frá Hlévangi, um Ásabrautina og til baka á Hlévang. Hópurinn gekk framhjá fallegum garði á Ásabrautinni og allir nutu þess að skoða fallegu sumarblómin. Í lokin var öllum boðið upp á ís.

Á Ísafold í Garðabæ tók hópur fólks þátt í kvennahlaupinu og nutu góðrar útiveru og samveru. Í lokin var svo boðið upp á hollar veitingar.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur