Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Breytingar hjá forstjóra Hrafnistu

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2020_petur.jpeg

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Ég vildi upplýsa ykkur um að í gær, sagði ég starfi mínu lausu sem forstjóri Hrafnistuheimilanna. Ég hóf störf sem forstjóri Hrafnistu í febrúar 2008 og hef því gegnt starfinu í rúm 12 ár. Hrafnista hefur því verið og verður alltaf stór og merkilegur hluti af lífi mínu. Ákvörðunin er alfarið mín og ekki tekin vegna óánægju á neinn hátt. Niðurstaða mín er mér erfið - en rétt - og hún er einfaldlega sú að minn tími er kominn.

Ég hef þessi 12 ár notið þeirra forréttinda að vera í þessu starfi, sem fyrir mig er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér. Varla man ég eftir leiðinlegum degi en auðvitað hafa komið misskemmtileg tímabil. Eftir situr þó urmull minninga um fjöldan allan af skemmtilegu fólki sem ég hef fengið að kynnast, starfa með, læra af en einnig náð að gefa af mér og gefa öðrum tækifæri til að njóta sín. Á þessum árum hefur Hrafnista vaxið og dafnað og að mínu mati náð að blómstra sem eitt merkilegasta og áhugaverðasta fyrirtæki landsins. Sem leiðandi aðili í öldrunarþjónustu hefur Hrafnista verið í fararbroddi hér á landi og hefur verið hreint frábært að fylgjast með mögnuðum hópi stjórnenda og starfsmanna gera þetta allt að veruleika.

Ekki er ljóst hvaða dag ég hætti störfum en það mun skýrast á næstunni og vonandi næ ég að kasta kveðju á ykkur sem flest áður en ég fer. Nýr vinnustaður minn er Reykjalundur þar sem bíða mín spennandi verkefni.

Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka stjórnendum, starfsfólki, stjórnarmönnum, íbúum og velunnurum öllum auk fulltrúa Sjómannadagsráðs fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf. Jafnframt vil ég þakka fyrir það tækifæri sem mér var gefið að fá að sinna þessu frábæra starfi öll þessi ár.

Ég kveð Hrafnistu með mikilum söknuði en stundum er gott að hætta leik þá hæst hann stendur.

Óska ég ykkur öllum, sem og allri starfsemi Hrafnistu og fyrirtækja Sjómannadagsráðs, allra heilla!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur