Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Fyrsti íbúinn á Sléttuvegi fluttur inn

Það var söguleg stund í dag þegar fyrsti íbúinn flutti inn á nýja hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg. Fyrsti íbúinn heitir Þorbjörg Erna Óskarsdóttir og er hún fædd árið 1934.

Þorbjörg vann lengst af sem dagmóðir og átti sjálf 8 börn. Fleiri íbúar fluttu inn síðar í dag og í lok næstu viku verða íbúar heimilisins orðnir um 30 talsins. Alls eru 99 hjúkrunarrými á nýja heimilinu og mun það taka nokkrar vikur að flytja fólk inn í öll rýmin.

Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna, Valgerður K. Guðbjörnsdóttir forstöðumaður Hrafnistu á Sléttuvegi, Anna María Bjarnadóttir deildarstjóri og Elsa Björg Árnadóttir aðstoðardeildarstjóri tóku á móti Þorbjörgu ásamt starfsfólki heimilisins og var henni færður blómvöndur og konfekt.

Þorbjörg kom í fylgd með fjölskyldu sinni og voru þau öll boðin hjartanlega velkomin. Gaman er að segja frá því að fréttastofa RÚV fylgdist með komu Þorbjargar og tók viðtal við hana sem birt verður á næstu dögum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Þorbjörg flutti inn.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur