Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Samstarf Hrafnistu við nýsköpunarfyrirtækið Kerecis

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2019_2020-Kerecis.jpeg

Ker­ecis er margverðlaunað nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem vinnur að fjölbreyttri vöruþróun sem tengist húð- og vefja­við­gerð­um. Meg­in­stefið í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins er hag­nýt­ing á nátt­úru­legum efnum sem styðja við end­ur­sköpun húðar og lík­amsvefja, meðal annars að græða sár. Fyr­ir­tækið er með höf­uð­stöðvar og fram­leiðslu á Ísa­firði og hóf rekstur fyrir um 10 árum. Megin starfsemin og flestir starfsmenn eru staðsettir erlendis.

Tveir læknar fyrirtækisins hér á landi, þeir Baldur Tumi Baldursson og Hilmar Kjartansson, hafa undanfarna mánuði verið að aðstoða Hrafnistu í Hraunvangi við að græða mjög erfitt sár á íbúa þar. Sem betur fer gengur það vel. Það er mjög gott að eiga þessa aðila að og vonandi verður frekara framhald á samstarfinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður á Hrafnistu Hraunvangi funduðu með þeim Baldri og Hilmari á dögunum.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur