Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi

Haustið er sannarlega komið hér í Boðaþingi, laufin fjúka í kringum húsin, kartöflurnar uppteknar og sumarlögin hafa verið lögð til hliðar.  Oft fylgir haustveðrinu svolítil lægð í húsinu og þá er gott að hafa eitthvað til að hlakka til. Haustfagnaður Hrafnistu í Boðaþingi var haldinn síðastliðinn miðvikudag.  Það var mikil tilhlökkun og spenna í húsinu, sparifötin pressuð og mikið umstang. Katrín Halldóra söng- og leikkona var veislustjóri og stóð sig frábærlega vel.  Ljúfu tónarnir hennar svifu um allt hús og einn íbúi okkar kom í gær og sagði „ég var bara með gæsahúð í hvert sinn sem hún söng, hún er dásamleg“.  Það má með sanni segja að hún eigi marga aðdáendur hér í Boðaþingi efitir kvöldið.  Það spillti ekki fyrir að píanóleikarinn Hjörtur Jóhannsson spilaði undir og  var samspil þeirra skemmtilegt.  Margir höfðu gaman af að heyra að Hjörtur væri sonur stórmeistarans okkar ástkæra í skák, Jóhanns Hjartarsonar.  Það hefur gefið af sér og spurning hvort við stofnum skák klúbb hér í framhaldinu.  Ræðumaður kvöldsins var Ólafur Þ. Gunnarsson alþingismaður og öldrunarlæknir en pistill hans var einlægur og vakti mann til umhugsunar.  Bragi Fannar harmonikkuleikari lokaði kvöldinu fyrir okkur og nýttu nokkrir sér tækifærið og tóku nokkur dansspor.  En það sem er kannski eftirminnilegast við haustfagnaðinn er hvað allir leggjast á eitt um að eiga góða stund saman, íbúar, gestir og starfsfólk.  Allir tilbúnir að leggja okkur lið í þeim efnum og viljum við hér með þakka öllum sem komu að þessari skemmtun.  Á það við um starfsfólk, íbúa og gesti.  Takk fyrir okkur.

 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur