Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Hrafnista hefur starfsemi stærstu deildar landsins fyrir dagþjálfun einstaklinga með heilabilun

 

Í dag var merkisdagur í sögu Hrafnistu þegar Hrafnista við Laugarás vígði formlega  stærstu dagþjálfun landsins fyrir einstaklinga með heilabilun að viðstöddum borgarstjóra og heilbrigðisráðherra. Deildin nefnist Viðey og getur tekið á móti  þrjátíu einstaklingum á degi hverjum í dagþjálfun.

Við vígsluna fluttu ávörp Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, og Hálfdan Henrysson, formaður Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistu. Um ákveðin kaflaskil er að ræða í þjónustu við heilabilaða því aldrei fyrr hefur tekið til starfa hér á landi deild fyrir jafn marga sem sérstaklega er ætluð og sniðin að þörfum einstaklinga með heilabilun.

Um heilabilun

Heilabilun hefur stundum verið líkt við faraldur sem gengur yfir hinn vestræna heim um þessar mundir. Um er að ræða hrörnunarsjúkdóm sem veldur smám saman vaxandi heilaskaða sem ekki fylgir eðlilegri öldrun einstaklinga á efri árum. Rannsóknir sýna að kostnaður vestrænna samfélaga af völdum heilabilunar sé jafnvel meiri en sem nemur kostnaði vegna krabbameina og hjartasjúkdóma. Hér á landi hefur lengi vantað nægileg úrræði fyrir vaxandi fjölda einstaklinga með heilabilun, bæði hjúkrunarrými og meðferðarrými fyrir dagþjálfun. Hátt á annað hundrað manns sem greinst hafa eru á biðlista eftir því að komast að í dagdvalarrými á höfuðborgarsvæðinu. Er Viðey á Hrafnistu við Laugarás því kærkomin viðbót við þá faglegu þjónustu sem heilabilaðir þurfa á að halda hér á landi.

Elligleði gleður langveika með minnisjúkdóma

Tenórsöngvarinn Stefán Helgi Stefánsson söng nokkur lög í tilefni vígslu Viðeyjar og brá sér meðal annars í gervi Elvis Prestley. Stefán Helgi hefur ásamt Margréti Sesselju Magnúsdóttur heimsótt deildir langveikra með minnissjúkdóma á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum frá því í mars 2009 þegar þau stofnuðu saman félagið Elligleði. Fyrsti viðburðurinn á vegum þeirra  var einmitt á lokaðri deild Hrafnistu fyrir einstaklinga með heilabilun sem nú heitir Viðey. Heimsóknir þeirra á Hrafnistuheimilin og aðra staði fyrir aldraða síðan árið 2009 nálgast 2500.

Fjölmenni var viðtstadd vígsluna þegar þessar myndir voru teknar.

 

  •  

     

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur