Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Jensína orðin elst allra á Íslandi

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2018_jensina-105-ara_crop.jpeg

 

Jensína  Andrésdóttir, íbúi á Hrafnistu Laugarási, er nú orðin elst allra sem hafa átt heima hér á landi, 109 ára og 70 daga. Eldra metið átti Sólveig Pálsdóttir á Höfn í Hornafirði en hún var 109 ára og 69 daga þegar hún dó, haustið 2006. Fyrr á því sama ári hafði Guðfinna Einarsdóttir úr Dalasýslu orðið 109 ára og 58 daga. Fjórði íbúi landsins sem hefur náð 109 ára aldri var Guðríður Guðbrandsdóttir úr Dalasýslu en hún lifði í 33 daga fram fyrir afmælið.

Jensína er fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína hefur verið á Hrafnistu í rúma tvo áratugi.

Guðrún Björnsdóttir lifði að vísu í 109 ár og 310 daga en hún var fædd í Vopnafirði haustið 1888 og var þriggja ára þegar hún flutti til Kanada með foreldrum sínum og systkinum. Segja má að Jensína eigi Íslandsmetið en geti slegið Íslendingamet Guðrúnar í september.

Alls hafa 26 Íslendingar náð 106 ára aldri og er Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkishólmi eini karlinn í þeim hópi en hann varð 107 ára og 333 daga.

Að sjálfsögðu á Jensína Hrafnistumetið í langlífi en næstar henni koma Guðný Ásbjörnsdóttir og Kristín P. Sveinsdóttir en báðar urðu þær 106 ára.

Í meðfylgjandi töflu er áhugaverð samantekt um elstu Íslendinga sögunnar sem Jónas Ragnarsson hefur tekið saman. Jónas er helsti sérfræðingur landsins í langlífi og aldursmetum Íslands og heldur úti Facebook-síðunni Langlífi.

 

Sjá tölflu hér: Langelstu Íslendingarnir

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur