Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Samvinnuverkefni Alþjóðaskólans og Hrafnistu Garðabæ-Ísafold

Krakkar frá Alþjóðaskólanum hafa komið vikulega í heimsókn til íbúa á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Garðabæ-Ísafold til að lesa og vinna verkefni.

Markmiðið með samstarfinu er að íbúar á hjúkrunarheimilinu myndi vinatengsl við börnin frá Alþjóðaskólanum og viðhaldi eða rifji upp fyrri hlutverk. Flestir sem búa á heimilinu hafa reynslu af barnauppeldi og því fylgir að leiðbeina og kenna börnum t.d. að lesa. Þau veita börnunum stuðning við að lesa, gefa þeim endurgjöf og svo skapast líka umræður um námsefnið þar sem þau fá tækifæri til að miðla sinni reynslu og visku til barnanna. Í einni heimsókninni hafði eitt barnið týnt vettling á leiðinni til okkar á Ísafold. Til að hughreysta barnið þá sagði íbúinn að líklega hefðu álfarnir bara fengið hann lánaðan og að hann kæmi í leitirnar um leið og þeir myndu skila honum, þetta hafði barnið aldrei heyrt fyrr. Fræðslan er því á báða bóga, börnin fræða um nýjar venjur og þau eldri um gamla siði, hefðir og trú (eins og dæmið um álfatrúna).

Það er óhætt að segja að allir sem hafa tekið þátt í verkefninu hafa haft gaman af því og hlakka til að fá börnin í heimsókn. Eins og haft er eftir einum þátttakanda: „ Það er gleði að fá hann/hana og lífsreynsla fyrir mig. Ég hef svo gaman af börnum og ég nýt þess alveg. Börn eru yndisleg“.

Við þökkum Alþjóðaskólanum fyrir farsælt samstarf og hlökkum til næstu annar.

Fjallað var um samstarfið í Garðapóstinum í síðustu viku. 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur