Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

Gjöf til Hrafnistu frá heimsleikaförum slökkviliðsmanna

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2018_heimsleikafarar-2018-styrkur.jpeg

Íslenskir slökkviliðsmenn afhentu Hrafnistu að gjöf tvö sett af fullkomnum Vivo sýndarveruleikagleraugum sl. föstudag. Gjöfina munum við nota í þjálfun og til afþreyingar þar sem íbúar og aðrir gestir Hrafnistu geta farið í ferðalög, leyst verkefni sem reyna á vitræna- og líkamlega færni og margt fleira. Með sýndarveruleikatækni er hægt að örva minni og hægja á elliglöpum. Rebekka og Sara deildarstjórar á Hrafnistu Boðaþing og Hrafnistu Ísafold tóku við gjöfinni í húsakynnum Slökkviliðsins í Skógarhlíð.

Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna eru haldnir á tveggja ára fresti. Þar koma saman viðbragðsaðilar úr öllum heimsálfum og keppa sín á milli í tugum íþróttagreina. Til þess að geta tekið þátt hafa heimsleikafarar verið með árlega sölu á dagatali slökkviliðsmanna. Hluti ágóðans af sölu dagatalana renna til góðgerðamála.

Við færum heimsfaraleikum slökkviliðsins hjartans þakkir fyrir rausnarlega gjöf og hlýhug í okkar garð.

Við minnum á dagatalasölu þeirra og hvetjum alla til að næla sér í eintak og gefa í jólagjöf

Hægt er að panta  dagatalið á dagatal.shs.is þar sem er heimsending um allt land og allan heim!

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur