Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Lionsklúbburinn Ásbjörn færir Hrafnistu í Hafnarfirði myndarlegan styrk

Í gær afhenti Lionsklúbburinn Ásbjörn deild iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hafnarfirði myndarlegan styrk.

Hann samanstendur af ýmsu til skynörvunar eins og Inmu hátalara/púða og 3 mismunandi tegundir af kúluábreiðum frá Eirberg, 4 Hasbro's meðferðakisur, rafdrifið píluspjald, stigatöflu og stand frá Ping pong sem hægt er að fara með á milli hæða á heimilinu svo fleiri geti spilað. Bluetooth hátalara, 4 Gemino göngugrindur frá Fastus sem eru sérhannaðar fyrir einstaklinga með Parkinson og nýja stóla fyrir vaxherbergi deildarinnar frá Sýrusson.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hluta af gjöfunum og meðferðakisuna Brand í fanginu á nafna sínum.  

Hrafnista Hafnarfirði þakkar kærlega fyrir höfðinglegar gjafir og hlýhug í sinn garð.

 

 • Til baka takki

  Banners neðst á forsíðu 1

  Happdrætti DAS 

   

  Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
  Samþykkja kökur