Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

4.200 kótilettur snæddar á Hrafnistuheimilunum í gær

 

Alþingismaðurinn Ólafur Þór Gunnarsson kótilettumeistarinn 2018

Kótilettukeppnin sem fram fór á Hrafnistu í Reykjavík í hádeginu í dag varð æsispennandi þegar alþingismaðurinn Ólafur Þór Gunnarsson bar sigur úr bítum um það hver gæti sporðrennt flestum kótilettum, en alls torgaði Ólafur 15 lettum og er hann því „Kótilettumeistari Hrafnistu 2018“. Eins og spáð hafði verið myndi erfitt reynast að slá Hrafnistumet Birgis Viðarssonar, rafvirkja á Hrafnistu, sem gæddi sér á 19 kótilettum um árið, enda fór það svo að Birgir á enn metið. Þingmaðurinn Guðjón Brjánsson sem boðað hafði komu sína var enn veðurtepptur á Akranesi og komst hann því ekki í keppnina eins og til stóð. Í hans stað hljóp Gústaf Egilsson, pípari á Hrafnistu, í skarðið og endaði hann í 3. - 4. sæti því hann og Birgir hættu eftir 10 kótilettur. Sá sem atti mestu kappi við sigurvegara dagsins var Kiwanismaðurinn Sighvatur Halldórsson sem lauk keppni eftir 14 kótilettur og munaði því aðeins hársbreidd á honum og Ólafi Þór. Stjórnandi keppninnar var Hjalti „Úrsus“ Árnason.

 

Þjóðarréttur Hrafnistu

Kótiletturnar á Hrafnistu eru löngu þjóðþekktar enda reglulega bornar fram á helstu hátíðum heimilanna en einnig þegar góða gesti ber að garði. Til dæmis hefur lengi verið til siðs að nýr heilbrigðisráðherra hverju sinni komi í heimsókn og snæði kótilettur á Hrafnistu fljótlega eftir embættistöku. Hafa t.d. bæði Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Daði Einarsson, ráðherrar öldrunarmála, litið við í hádegisverð auk Ölmu Möller, sem sl. vor tók fyrst kvenna hér á landi við embætti landlæknis. Fleiri mætti nefna, svo sem Jón Kristjánsson, Ögmund Jónasson og Kristján Þór Júlíusson, fyrrum ráðherra heilbrigðismála, og Dag B. Eggertsson borgarstjóra, en allir eiga gestirnir það sammerkt að minnast heimboðanna og kótilettanna með ánægju þegar endurfundir verða með starfsliði eða íbúum Hrafnistu.

 

Alls 4.200 kótilettur

Að þessu sinni var blásið til veislunnar í tilefni afmælis Sjóamnnadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna, og voru hinar sígildu kótilettur í raspi með tilheyrandi meðlæti á boðstólum í hádeginu á öllum Hrafnistuheimilunum sex. Matreiðslumeistarar Hrafnistu höfðu fyrirfram gert ráð fyrir að í kringum eitt þúsund matarskammtar yrðu reiddir fram á Hrafnistuheimilunum. Talan reyndist mjög nærri lagi en alls voru um 4.200 kótilettur snæddar.

 

Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna lætur af störfum

Hörpu Gunnarsdóttur var færður blómvöndur ásamt kveðjugjöf frá samstarfsfólki um leið og Pétur Magnússon forstjóri þakkaði henni fyrir vel unnin störf í þágu Hrafnistu, en Harpa lætur nú af störfum eftir níu ára farsælt og gott starf á Hrafnistu sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og fjármálastjóri Hrafnistu.  Samstarfsfólk óskar Hörpu velfarnaðar á  nýjum vettvangi og þakkar fyrir ánægjuleg og einstaklega góð kynni.

 

Meðfylgjandi myndir eru frá kótilettukeppninni.

 

 •  

   

  Til baka takki

  Banners neðst á forsíðu 1

  Happdrætti DAS 

   

  Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
  Samþykkja kökur