Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Bæjarstjórnin beið lægri hlut í enn eitt skiptið

Frá árinu 2009 hefur farið fram árleg púttkeppni milli bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og sveitar íbúa Hrafnistu í Hafnarfirði, en keppnin fór fram í gær á púttvelli Hrafnistu við Hraunvang. Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi verið keppendum hliðhollir þetta árið, en keppendur létu veðrið ekki trufla sig. Mikið líf og fjör var á vellinum enda er þessi keppni alltaf mjög skemmtileg. Þó fór svo að í enn eitt skiptið hafði sveit Hrafnistu betur í keppni um farandbikarinn. Keppnin var þó óvenju jöfn og spennandi þetta árið þar sem Hrafnista sigraði með minnsta mun sem verið hefur frá upphafi, eða með einungis 4 höggum. Við á Hrafnistu þökkum Rósu bæjarstjóra og hennar glæstu sveit fyrir keppnina og komuna til okkar.

 

Einstök úrslit voru eftirfarandi:

Í karlaflokki:

1. sæti: Friðrik Hermannsson Hrafnistu

2. sæti: Kristinn Anderssen bjæjarfulltrúi

3. sæti: Ragnar Jónasson Hrafnistu

 

Í kvennaflokki:

1. sæti: Inga Pálsdóttir

2. sæti: Hallbjörg Gunnarsdóttir

3. sæti: Sigrún Ágústsdóttir

Allar frá Hrafnistu í Hafnarfirði

Kristín Th bæjarfulltrúi hlaut verðlaunin besta nýting vallarins, en þau verðlaun hlýtur sá einstaklingur sem fer völlinn á hæsta skorinu, eins konar skussaverðlaun.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur