Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Samið um rekstur hjúkrunarrýma og dagdvalar við Sléttuveg

Reykjavíkurborg og Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistu, undirrituðu í gær samning um rekstur hjúkrunarrýma og dagdvalar við Sléttuveg í Reykjavík. Áður hafði borgin samið við Velferðarráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilisins og leitað í kjölfarið til Sjómannadagsráðs og Hrafnistu um að hafa umsjón með framkvæmdinni fyrir sína hönd.

Reykjavíkurborg felur Hrafnistu rekstur á 99 hjúkrunarrýmum á fimm hæðum við Sléttuveg í Fossvogi. Hrafnista skuldbindur sig til að reka heimilið á sem hagkvæmastan hátt, en þó alltaf með markmið Hrafnistu í huga um andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúa. Einnig verða gildi og stefna Reykjavíkurborgar í þjónustu við eldri borgara og mannréttindastefna Reykjavíkur höfð að leiðarljósi.

Samhliða hjúkrunarheimilinu reysir Sjómannadagsráð glæsilega þjónustumiðstöð sem sambyggð verður hjúkrunarheimilinu. Í þjónustumiðstöðinni mun Hrafnista starfrækja 30 dagdvalarrými fyrir Reykjavíkurborg auk þess verður í þjónustumiðstöðinni ýmis þjónusta sem nýtist íbúum á svæðinu og íbúum hjúkrunarheimilisins, svo sem hárgreiðslustofa, fótsnyrtistofa, kaffihús, samkomusalir, sjúkraþjálfun og líkamsrækt.

Hrafnista hefur yfir 60 ára reynslu af öldrunarþjónustu og er Hrafnista í dag stærsti aðilinn í rekstri hjúkrunarheimila og dagdvala hér á landi. Nú starfrækir Hrafnista rúmlega 600 hjúkrunarrými á sex hjúkrunarheimlum í fimm sveitarfélögum. Dagdvalir á vegum Hrafnistu eru nú þrjár en í byrjun næsta árs verður sú fjórða opnuð. Dagdvölin á Sléttuveginum verður því fimmta dagdvölin á vegum Hrafnistu.

Á nýja hjúkrunarheimlinu á Sléttuvegi, sem stefnt er að opna á seinni hluta næsta árs, verður rík áhersla lögð á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa. Starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag.

Það voru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hálfdan Henrysson, formaður Sjómannadagsráðs, sem undirrituðu samninginn á byggingastaðnum á Sléttuvegi.

 

samid_um_rekstur_vi_slettuveg_sept_2018_resized.jpg

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur