Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Landlæknir heimsækir Hrafnistu

 

Alma D. Möller, landlæknir, heimsótti Hrafnistu í dag. Með Ölmu í för voru Hrefna Þengilsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir og Sigríður Egilsdóttir, starfsmenn hjá Embætti landlæknis. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna blómlega starfsemi Hrafnistu fyrir landlækni, en Alma tók við starfinu síðastliðið vor. Heimsóknin var á Hrafnistu í Reykjavík þar sem framkvæmdaráð Hrafnistu og fleiri stjórnendur funduðu með gestunum. Farið var yfir skipulag og rekstur Hrafnistu auk þess sem kynnt var sérstaklega faglegt starf, gæðamál og verkferlar og fleira starf sem fram fer undir stjórn heilbrigðissviðs Hrafnistu. Jafnframt voru góðar umræður um heilbrigðis- og öldrunarmál. Hrafnista þakkar landlækni og samstarfsfólki kærlega fyrir komuna, sem lýstu yfir ánægju með starfsemi Hrafnistuheimilanna.

 

Meðfylgjandi mynd tók Hreinn Magnússon ljósmyndari í heimsókninni. 

 • Til baka takki

  Banners neðst á forsíðu 1

  Happdrætti DAS 

   

  Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
  Samþykkja kökur