Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

HÚH æft á Hrafnistu í Hafnarfirði

26. júní 2018 er merkisdagur að mörgu leiti. Heimilsfólk og starfsfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði fögnuðu því að Guðni forseti er fimmtugur í dag og víkingaklappið var æft í Menningarsalnum undir stjórn Helenu íþróttarkennara. Í Súðinni á 5.hæðinni stjórnuðu Íris sjúkraþjálfari og Harpa iðjuþjálfi leikfimi og virkni eftir hádegi. En það var ekki einungis haldið upp á afmæli forsetans heldur var boðið í pönnukökuveislu á 5. hæðinni vegna þess að í dag á Stefán Hilmarsson söngvari einnig afmæli. Heimilisfólkið okkar hafði mjög gaman að þessu uppátæki. Pönnukökurnar sem Skúlína bakaði slógu í gegn og gleðin skein úr öllum andlitum. Áfram Ísland!

 

https://www.facebook.com/1272543458/videos/10216355505101550/

 

Myndir tók  Hjördís Ósk deildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni.

 

 •  

   

   

  Til baka takki

  Banners neðst á forsíðu 1

  Happdrætti DAS 

   

  Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
  Samþykkja kökur