Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Viðey breytist úr 11 rýma hjúkrunardeild í dagþjálfun

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_reykjavk_front.jpeg

Á 3. hæð í A-álmu, Hrafnistu í Reykjavík, er deildin Viðey sem samanstendur í dag af 11 hjúkrunarrýmum. Á deildinni eru 5 tvíbýlisherbergi og 1 einbýlisherbergi; ekkert herbergjanna er með eigið salerni eða sturtu heldur þurfa íbúar að deila salernum með nokkrum öðrum. Fjögur herbergjanna voru lengi vel fjórbýli. Þessi herbergi henta mjög illa nútíma aðstæðum á hjúkrunarheimilum og eru varla boðleg lengur sem hjúkrunarrými. Eftir að hafa skoðað málið mjög gaumgæfilega í langan tíma er ljóst að mjög flókið tæknilega og kostnaðarsamt er að breyta deildinni í ásættanleg einstaklings hjúkrunarrými þar sem allir hafa eigð salerni/sturtu.

Í samvinnu við Velferðarráðuneyti hefur verið ákveðið að nú í haust verði hætt að nota Viðey sem hjúkrunardeild og verður deildinni breytt í dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun.

Mikil vöntun er á dagdvalarrýmum fyrir einstaklinga með heilabilun hér á landi og hafa biðlistar aldrei verið lengri. Dagdvölin, sem verður opin alla virka daga, verður með allt að 30 rými og verður stærsta dagdvöl af þessu tagi hér á landi.

Rétt er að taka skýrt fram að enginn starfsmaður missir vinnuna við þessa breytingu. Öllum verður boðin vinna á öðrum deildum Hrafnistu í Reykjavík eða á nýju dagdvalardeildinni.

Nú fer í gang undirbúningsferli sem ekki er hægt að tímasetja nákvæmlega ennþá. Hver áfangi verður kynntur síðar, þegar málin hafa tekið á sig mynd.

Í gær voru kynningarfundir með starfsfólki og stjórnendum, rétt eins og íbúum deildarinnar og ættingjum þeirra.

Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að því að finna ný herbergi fyrir þá 11 íbúa Hrafnistu sem nú búa á deildinni og eru við sannfærð um að, í a.m.k. flestum tilvikum, verða nýju hýbýlin mun þægilegri og betri en þau sem fyrir eru.

Jafnframt verður farið yfir málin nú  í sumar með starfsfólki og hvernig málum hvers og eins verður háttað. Þegar þessi mál liggja fyrir verður farið í framkvæmdir á deildinni til að gera breytingar þannig að aðstaðan henti vel til dagdvalarstarfsemi af þessu tagi.

Það getur verið erfitt að gera breytingar á rótgróinni starfsemi. Stjórnendur Hrafnistu telja hins vegar að þessar breytingar séu öllum til góða þegar til framtíðar er litið. Viðey, í núverandi formi sem hjúkrunardeild, er barn síns tíma og ný notkun deildarinnar mun ekki síður nýtast vel við að veita öldruðum farsæla velferðarþjónustu, heldur en sú starfsemi sem Viðey hefur þjónað hingað til.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur