Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Sjómannadagsráð selur fasteignir sínar í Hraunborgum

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_hraunborgir.jpeg

Sjómannadagsráð hefur selt fasteignir sínar við Stofusund 1 í Hraunborgum í Grímsnesi en til þeirra heyra þjónustumiðstöð, sundlaug og tjaldstæði, auk orlofshúsa félagsins við Húsasund. Landareignin sem slík verður eftir sem áður í eigu Sjómannadagsráðs.

Nýir eigendur og rekstraraðilar eru þau Drífa Björk Linnet og Halli Logi í Búðasundi (Vacation in Iceland ehf) sem tóku við rekstri eignanna þann 9. maí. Nýir eigendur gera ráð fyrir óbreyttum rekstri ásamt einhverjum áherslubreytingum til að bæta þjónustuna enn frekar í þágu viðskiptavina á svæðinu.

Með sölu eignanna hyggst Sjómannadagsráð framvegis aðeins gegna hlutverki landareiganda og lóðarleigusala á frístundahúsasvæðinu í Hraunborgum.

Sjómannadagsráð óskar nýjum eigendum velfarnaðar og hvetur alla hagsmunaaðila til að kynna sér vel þá þjónustu sem boðin verður af nýjum eigendum.

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur