Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Góðir gestir í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði bauð á dögunum Félagi sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu í heimsókn til að kynna sér starfsemi Hrafnistu. Félagið er stærsta fagfélagið innan Félags sjúkraþjálfara og í félaginu eru sjúkraþjálfarar sem starfa við sjúkraþjálfun aldraðra víðs vegar í þjóðfélaginu, á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, einkareknum sjúkraþjálfunarstofum og í heimahúsum. Ásamt sjúkraþjálfurunum, voru aðrir starfsmenn sjúkraþjálfunardeilda/starfsstöðva boðnir velkomnir í heimsóknina, góð mæting varog taldi hópurinn alls 36 manns.

 

Gestirnir höfðu á orði að móttökurnar hefðu verið glæsilegar og aðstaðan til sjúkraþjálfunar öll til fyrirmyndar. Afar ánægjulegt er hversu margir sáu sér fært að koma í heimsóknina og er hún mikilvæg kynning fyrir Hrafnistu og það faglega starf sem unnið er á deildum sjúkraþjálfara.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni á dögunum.  

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur