Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Samstarfsverkefni Hrafnistu í Hafnarfirði og leikskólans Norðurbergs

Í vikunni hófst samstarfsverkefnið „pokalaus leikskóli“ milli Hrafnistu í Hafnarfirði og leikskólans Norðurbergs. Börnin komu í heimsókn með efni sem þau voru búin að safna fyrir verkefnið og tók starfsfólk og heimilisfólk á móti þeim. Samstarfsverkefnið er svo þannig að heimilisfólk, þjónustunotendur og starfsfólk munu sauma einfaldar töskur fyrir börnin til að setja í fatnað og annað sem þarf til að fara á milli heimilis og leikskóla. Ætlunin er að byrja á því að vinna í þessu verkefni í næstu viku og munum verða á fimmtudögum eftir hádegi. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að taka þátt, annað hvort með vinnuframlagi eða bara skemmtilegu spjalli á meðan unnið er. 

 • Til baka takki

  Banners neðst á forsíðu 1

  Happdrætti DAS 

   

  Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
  Samþykkja kökur