Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 6. desember 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 6. desember 2019.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Starfsafmæli í desember

Í hverjum mánuði á hópur starfsmanna formleg starfsafmæli hér hjá okkur á Hrafnistu og fá allir afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það. Í desember eiga eftirfarandi starfsmenn starfsafmæli:

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Herborg Lúðvíksdóttir og Ólína Ása Sigurðardóttir báðar á Sól-/Mánateig.

5 ára starfsafmæli: Piotr Stefan Kopa í ræstingu Hrafnistu Laugarási. Í Hraunvangi er það Birta Mjöll Klemensdóttir, Linda Rut Svavarsdóttir á Hrafnistu í Boðaþingi og Sigríður Inga Rúnarsdóttir og Katla Vilmundardóttir báðar á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ.

10 ára starfsafmæli: Lydia Surban Cabritit í ræstingu Hrafnistu Laugarási.

15 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Regina Markeviciene á Sól-/Mánateig og Lamiad Wongsvnant á Miklatorgi – Engey. Sólborg Tryggvadóttir aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi

20 ára starfsafmæli: Hjördís Ósk Hjartardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi.

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu!

 

Nýtt eldhús Hrafnistu komið í notkun.

Það voru sannarlega merk tímamót í sögu Hrafnistu fyrir um tveimur vikum þegar við vígðum formlega nýtt eldhús í Laugarásnum - eitt stærsta framleiðslueldhús landsins.

Kringum vaktaskiptin síðasta fimmtudag var öllu starfsfólki Hrafnistuheimilanna boðið að koma og kíkja á herlegheitin og gæða sér á veitingum og nýttu margir sér það.
Á svona stundum er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn við þessa flóknu en flottu framkvæmd, sem og þakkir til starfsfólks, íbúa og gesta Hrafnistu í Laugarásnum sem hafa þurft að æfa sig töluvert í þolinmæði undanfarna mánuði. Einnig er mikilvægt að koma á framfæri þakklæti til starfsfólks í Hraunvangnum þar sem bráðabirgðaeldhús hefur verið staðsett síðustu 10 mánuði og ýmsu hefur þurft að hliðra til svo allt gangi upp. Bestu þakkir til ykkar allra. Sannarlega ánægjuleg tímamót sem vonandi verða öllum til gæfu!

 

Hrafnista býður starfsfólki í jólamat!

Venju samkvæmt býður Hrafnista starfsfólki sínu í jólamat. Þetta er fyrir utan ýmsar hefðir sem heimili og deildir hafa um aðventukaffi, litlu-jól, jólahlaðborð og fleira en hefðirnar eru líklega jafnmargar og deildirnar okkar eru margar (sem er bara gaman).

Á fimmtudag og föstudag í næstu viku verður ykkur boðið í purusteik og meðlæti. Sum heimili sameina þetta við jólapeysudaga, skemmtanir, pakkaleiki og fleira þannig að endilega kynnið ykkur betur auglýsingar á hverju heimili fyrir sig. Yfirlit yfir matarboðin er annars hér:

12. desember - fimmtudagur

Boðaþing – kl. 12-13.

Hraunvangur – kl. 12:30-13.

Hlévangur – kl. 13-14.

Nesvellir – kl. 16-18.

13. desember – föstudagur

Laugarás kl. 12-13.

Skógarbær kl. 12-14.

Ísafold kl. 12:30-13.

Vonandi geta sem flest ykkar nýtt sér þetta og verði ykkur að góðu!

 

Að lokum vil ég senda góðar kveðjur í Hraunvanginn þar sem vágestur nóvembermánaðar hefur nú loksins endanlega verið kvaddur og hefðbundið daglegt líf tekið við. Það hlýtur að vera mikill léttir enda verið töluvert af aukahandtökum og óþægindum fyrir alla vegna þessa ástands.

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

Síða 10 af 218

Til baka takki