Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 28. september 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

 

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 28. september 2018.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Haustfagnaðir íbúa framundan

Einn af hátindum ársins á hverju heimili hjá okkur, er haustfagnaður íbúa. Við hér á Hrafnistuheimilunum höfum viðhaldið þeirri skemmtilegu hefð á haustin að efna til glæsilegra haustfagnaða fyrir íbúa okkar og gesti þeirra á hverju heimili. Þar fer fólk í sitt fínasta púss, borðar góðan mat, húsnæðið er skreytt og flott skemmtiatriði eru í boði. Árið í ár er þar engin undantekning en það verða Nesvellir og Hafnarfjörður sem ríða á vaðið eftir rúma viku.

Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja alla til að vera virkir þátttakendur á sínum heimilum þannig að íbúar okkar geti notið þessa viðburða sem allra best.

Haustfagnaðir Hrafnistuheimilanna verða sem hér segir: Dagskrá og tímasetningar verða kynntar betur þegar nær dregur á hverjum stað fyrir sig.

Hrafnista Nesvellir – 10. október

Hrafnista Hafnarfjörður – 12. október (hádegi)

Hrafnista Garðabær – 25. október

Hrafnista Kópavogur – 31. október

Hrafnista Hlévangur – 1. nóvember

Hrafnista Reykjavík – 8. nóvember

 

Samfélagsspor Sjómannadagsráðs

Á dögunum reiknaði Valgeir deildarstjóri bókhalds, svokallað samfélagsspor fyrir Sjómannadagsráð og fyrirtæki þess. Samfélagsspor er tiltekin aðferðafræði sem notuð er til að greina heildarframlag fyrirtækja til samfélagsins í formi skatta og opinberra gjalda. Alls eru Hrafnistuheimilin að borgar yfir einn milljarð á þessu ári í skatta og opinber gjöld (fyrirtæki Sjómannadagsráðs alls um 1,3 milljarða. Ykkur til fróðleiks fylgir hér útreikningur á þessu.

Lesa meira...

Síða 7 af 162

Til baka takki