Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 4. október 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 4. október 2019.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Starfsafmæli á Hrafnistuheimilunum í október

Í hverjum mánuði á hópur starfsmanna formleg starfsafmæli hér hjá okkur á Hrafnistu og fá allir afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það. Í október eiga eftirfarandi starfsmenn starfsafmæli:

3 ára starfsafmæli: Alfa Bæhrenz Björgvinsdóttir á Sól-/Mánateig og Wanvisa Susee á Lækjartorgi báðar í Laugarási. Í Hraunvangi eru það Margrét Hauksdóttir á Bylgjuhrauni, Bekrije Shillova, Fanney María Maríasdóttir og Hafdís Erla Gunnarsdóttir allar á Báruhrauni, Hrönn Önundardóttir deildarstjóri á Ölduhrauni, Geirlaug Dröfn Oddsdóttir í iðjuþjálfun, Ronald Andre í ræstingu og Inga Rós Gísladóttir Johnsen á Sjávar-/Ægishrauni. Í Boðaþingi eru það Jóhanna Marta Kristensen, Svanborg Guðmundsdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar og Helga Vilhelmína Vilhelmsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Kristján Björn Haraldsson aðstoðardeildarstjóri í eldhúsi Hrafnistu.

15 ára starfsafmæli: Pranom Janchoo á Lækjartorgi og Dýrfinna Hansdóttir á Engey, báðar í Laugarási.

 

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu!

 

Biðrými vegna Sléttuvegar opnuð á Sólvangi

Á næstu dögum verða opnuð 38 ný biðrými á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Sóltún öldrunarþjónusta ehf mun reka biðrýmin til viðbótar við 60 hjúkrunarrými á Sólvangi sem voru opnuð í september í nýju húsnæði. Biðrýmin eru ætluð öldruðum sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými á nýja 99 rýma hjúkrunarheimili okkar á Hrafnistu sem er í byggingu á Sléttuvegi og verður tekið í notkun í mars næsta vor. Þá munu allir íbúar biðrýmanna flytja yfir á Sléttuveg en starfsemi biðrýmanna er unnin í samstarfi við starfsfólk okkar á Sléttuvegi. Nú stendur yfir forhönnun á endurbótum á gamla Sólvangi sem var byggður 1953 en eigandi húsnæðisins, Hafnarfjarðarbær, mun hefjast handa við stórfelldar endurbætur og breyta tvíbýlum í 33 einbýli þegar þessu tímabundna verkefni lýkur.

 

Kótelettudagur Hrafnistu – 21. nóvember.

Hrafnista heldur árlega kótelettudag í kringum afmælisdag Sjómannadagsráðs (sem er 25. nóvember). Þá er þjóðarréttur Hrafnistu, gamaldags kótelettur í raspi með léttbrúnuðum kartöflum, grænum Ora-baunum og tilheyrandi meðlæti í hádegismatinn. Ífyrra sporðrenndu um 1.000 manns á öllum Hrafnistuheimilunum um 4.200 kótelettum en öllum íbúum og starfsfólki á vakt var boðið upp á þennan þjóðarrétt Hrafnistu!Í hádeginu var á Hrafnistu í Laugarásnum hörkuspennandi kótelettuátkeppni þar sem um 200 manns fylgdust með Hjalta Úrsus stýra átkeppni um Hrafnistumeistaratitillinn. Skemmtilega á óvart kom Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður sem sigraði keppnina með glæsibrag og fékk afhentan kótelettubikarinn sem hann er örugglega með með sér inn á Alþingi. Lagði Ólafur meðal annars Bigga rafvirkja og Gústa pípara sem talinn var ósigrandi. Þetta var mjög skemmtilegt.

Kótelettudagurinn að þessu sinni verður fimmtudaginn 21. nóvember. Ljóst er að átkeppnin er komin til að vera og mun hún fara fram í Hafnarfirðinum þetta árið. Nú er unnið að því að fá keppendur sem treysta sér til að ögra ríkjandi meistara.

Kótelettudagur Hrafnistu verður kynntur betur á hverju heimili þegar nær dregur!

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

Síða 7 af 206

Til baka takki