Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 13. október 2017 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 13. október 2017.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnarfirði stefna ríkinu

Hrafnista hefur þá meginstefnu að vinna lausnamiðað og reyna til þrautar með samvinnu og samstarfi að leysa úr árgreiningsmálum sem upp kunna að koma. Það þýðir samt ekki að við látum bjóða okkur hvað sem er árum saman. Því miður er það svo að í undantekningatilvikum þurfum við að fara aðrar leiðir til að verja rétt okkar til sanngirni.

Því miður er nú kominn upp sú staða að við getum ekki lengur setið róleg undir metnaðar- og áhugaleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslur fyrir húsnæði okkar á Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Hafnarfirði.

Í dag var kynnt að við höfum, að mjög vel athuguðu máli, ákveðið að stefna íslenskra ríkinu vegna vangoldinnar húsaleigu vegna þessara tveggja heimila.

Málið er nánar útskýrt í frétt hér á heimasíðunni:

http://hrafnista.is/um-hrafnistu/frettir/frettasafn/911-hrafnistuheimilin-i-reykjavik-og-hafnarfirdhi-stefna-rikinu-vegna-vangoldinnar-leigu-fyrir-afnot-af-husnaedhi-heimilanna

 

Rétt er að taka fram að Boðaþing, Nesvellir, Hlévangur og Ísafold tengjast þessu máli ekki.

Jafnframt vil ég geta þess að þessi málarekstur hefur ekki áhrif á daglega starfsemi okkar heldur verður rekið af lögfræðifyrirtæki fyrir okkar hönd gagnvart dómstólum. Sjálfsagt mun þetta mál vekja athygli í fjölmiðlum og verða rætt manna á milli en vonandi raskar þetta, sem allra minnst, daglegri ró íbúa okkar, starfsfólks og annara velunnara Hrafnistuheimilanna.

 

 

Áhugaverð ráðstefna á mánudaginn!

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa boðað til stuttrar og snarprar ráðstefnu næstkomandi mánudag kl. 13.30 þar sem ræða á spurninguna um það hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða.

Á ráðstefnunni, sem fram fer á Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll, verða flutt þrjár meginframsögur og að þeim loknum halda fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem sáu sér fært að þiggja boð SFV stuttar framsögur og lýsa áherslum sínum og flokka sinna í þessum efnum.

Undirritaður, sem er formaður SFV, mun setja ráðstefnuna og að því loknu verða eftirfarandi meginframsögur fluttar:

-                     Anna Birna Jensdóttir, fulltrúi í stjórn SFV og framkvæmdastjóri Sóltúns:Velferðarþjónusta frá sjónarhóli sjálfstæðra rekstraraðila.

-                     Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans:
Landsdpítali – hornsteinn í þjónustu við veika og aldraða.

-                     Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar:
Verlferðarþjónustan frá sjónarhóli heimaþjónustuaðila.

Að loknum framsögum halda eftirtaldir fulltrúar stjórnmálaflokkanna stuttar framsögur, en að þeim loknum hefjast pallborðsumræður:

-                     Guðlaug Kristjánsdóttir frá Bjartri framtíð,

-                     Hildur Sverrisdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn,

-                     Jón Þór Ólafsson frá Pírötum,

-                     Oddný G. harðardóttir, Samfylkingu,

-                     Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, og

-                     Þorsteinn Víglundsson frá Viðreisn.

Ég hvet ykkur til að fjölmenna!

 

Starfsafmæli í október

Að vanda eiga nokkrir úr okkar glæsta starfsmannahópi formleg starfsafmæli nú í október. Þetta eru:

3 ára starfsafmæli:Sigrún Helgadóttir og Veronika Jaroslavsdóttir á Sól- og Mánateigi í Reykjavík, Kristján Björn Haraldsson í eldhúsi og Edda Sóley Kristjánsdóttir á Nesvöllum.

5 ára starfsafmæli:Sigrún Alda Kjærnested deildarstjóri í borðsal og Anna Baldursdóttir á Lækjartorgi, báðar í Reykjavík.

15 ára starfsafmæli:Jolanta Slapikiene á Bylgjuhrauni í Hafnarfirði, Signe R. Skarsbö á Vitatorgi í Reykjavík og Svanhvít Guðmundsdóttir í Garðabæ.

Síðast en ekki síst eru það Anna Ruth Antonsdóttir á Bylgjuhrauni í Hafnarfirði og Vilborg Guðmundsdóttir í Garðabæ, sem fagna 25 ára starfsafmæli.

Hjartans þakkir til ykkar allra fyrir ykkar störf og framlag fyrir Hrafnistu!

 

Ég vil að lokum þakka ykkur öllum fyrir frábæra þátttöku í bleika deginum í dag. Ég hef náð að kíkja víða um heimilin og sjá að flestir hafa skreytt hressilega hjá sér deildirnar og langflestir starfsmenn í dag eru í bleiku, sumir jafnvel roslaega bleiku.

Takk fyrir ykkar framlag við að gera þennan skemmtilega dag jafn skemmtilegan og raun bar vitni.

Góða helgi!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

Síða 6 af 117

Til baka takki