Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 20. október 2017 - Gestaskrifari er Soffía Egilsdóttir, félagsráðgjafi og fræðslufulltrúi Hrafnistu.

Lesa meira...

Kannt þú að hrósa?

Starfsánægjukannanir á Íslandi hafa leitt í ljós að á íslenskum vinnustöðum er mikill skortur á hrósi.  Líklega er þetta eitthvað í menningu okkar en ég man  þegar ég var barn að það þótti ekki gott að hrósa barni um of ,,það gat orðið montið“.

Ingrid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun skrifaði mjög góða grein um hrós í Morgunblaðið fyrir stuttu sem ég tel að flestir gætu lært eitthvað af.  Þar gefur hún eftirfarandi góð ráð:

     Allir hafa sína sérstöku eiginleika sem hægt er að veita viðurkenningu fyrir. Það er hægt að veita þeim sérstaka athygli án þess að aðrir fari í fýlu.

     Veittu hrós á áberandi og skýran hátt.

     Veittu hrós á mismunandi tímum. Sálfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að verðlaun eða viðurkenning hefur meiri áhrif ef hún er ekki veitt á föstum tíma.

     Mikilvægt er að gleyma ekki daglegum verkefnum. Þau fá oft hlutfallslega litla athygli.

     Veittu nákvæmt hrós og komdu með sértæk dæmi um hegðun. Hvað gerði viðkomandi vel, hvar og hvenær?

     Veittu hrós eins fljótt og hægt er eftir að tiltekin hegðun á sér stað.

En hver á að hrósa hverjum? Það er ekki bara að yfirmaður eigi að hrósa undirmanni fyrir gott verk starfsfólk á að hrósa hvert öðru og einnig sínum yfirmanni og hér á Hrafnistu hrósum við líka heimilisfólkinu okkar og aðstandendum.

Svo er bara að leggja af stað og muna eftir hrósinu en það gerir góðan vinnustað enn betri!

 

Soffía Egilsdóttir,

Félagsráðgjafi og fræðslufulltrúi Hrafnistu.

 

Síða 5 af 117

Til baka takki