Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 17. mars 2017 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 17. mars 2017.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

Hrafnista aldrei mælst hærri í RAI-mati!

Á miðnætti 28. febrúar lokaði fyrsta RAI-mat þessa árs. Í texta frá Ríkisendurskoðun segir svo um RAI-mat:

Til að mæla hjúkrunarþarfir og heilsufar íbúa á hjúkrunarheimilum er notað svokallað RAI-mat (e. Resident Assessment Instrument). Öll hjúkrunarheimili á landinu tengjast miðlægum gagnagrunni þar sem öll matsgögn er skráð og vistuð. Meta skal heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa í hjúkrunarrýmum þrisvar sinnum á ári. Embætti landlæknis ber ábyrgð á og hefur yfirumsjón með RAI-gagnagrunninum. Með því að safna gögnunum í miðlægan gagnagrunn er hægt að fá heildarmynd af heilsufari og aðbúnaði aldraðra á öllum hjúkrunarheimilum á landinu. Hver stofnun hefur einungis aðgang að sínum gögnum. Notagildi RAI-matsins er talið ótvírætt en það stuðlar að einstaklingsbundinni meðferðaráætlun og markvissari hjúkrunarmeðferð. Einnig gefur það möguleika á að fylgjast með gæðum þjónustunnar og vinna umbótastarf ef þörf krefur, en eitt af markmiðum með skráningu RAI-mats er að auka gæði og öryggi meðferðar.

 

Niðurstöðurnar úr nýjasta matinu eru mjög áhugaverðar en aldrei í sögunni hefur meðaltal RAI-mats verið jafn hátt hjá Hrafnistu og núna.Reykjavík og Hafnarfjörður eru bæði 1,20. Ísafold er 1,19 en þar fyrir ofan eru Kópavogur (1,23) og Nesvellir (1,24). Hlévangur er líklega með eitthvað hæsta mat hjúkrunarheimilis í sögunni; 1,29. Meðaltal landsins er 1,13 og því mælast öll Hrafnistuheimilin langt yfir meðaltalinu. Rétt er að hafa í huga að Hrafnistuheimilin sex vigta um 25% af landsmeðaltalinu.

Embætti landlæknis leggur einnig mat á gæði þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum á grundvelli svokallaðra gæðavísa sem skráðir eru í RAI-gagnagrunninn. Slíkir gæðavísar gefa t.d. til kynna hversu algengt sé að heimilismenn verði fyrir byltum, sýni þunglyndiseinkenni, séu rúmfastir eða með þrýstingssár. Alls er haldið utan um 23 gæðavísa fyrir heimilin. Embætti landlæknis setur ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvern gæðavísi. Heimili teljast vera með mjög gott gæðaviðmið ef þau eru undir neðri mörkum en gæðaviðmið telst lélegt fari þau yfir efri viðmiðunarmörkin.

Skemmst er að setja frá því að meðaltal Hrafnistuheimilanna mælist þarna vel yfir landsmeðaltali.

Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað allir eru að leggja sig fram og vanda sig í RAI-matinu sem er jú opinber mælikvarði á þá þjónustu sem við erum að veita.

Auðvitað er gríðarlega mikilvægt að vel sé haldið á málum hér og eigið þið öll heiður skilinn fyrir þessa merku frammistöðu.

 

Sjáumst á árshátíðinni 25. mars!

Það er heldur betur orðið stutt í árshátíðina okkar sem fram fer laugardaginn 25. mars í Gullhömrum. Þátttakan er glæsileg en löngu er búið að selja alla 600 miðanna sem eru í boði og eitthvað rúmlega það. Flestar deildir eru þegar búnar að skipuleggja for-partý og það mun án efa verða mikið um dýrðir.

Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest í Gullhömrum 25. mars!

 

 

Starfsafmæli í mars

Nú í mars eiga nokkrir úr okkar góða starfsmannahópi formleg starfsafmæli hjá Hrafnistu. Þetta eru:

3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Miroslava Synkova á Lækjartorgi, Guðrún Birna Jónsdóttir á Sólteigi/Mánateigi og Margrét S. Bárðardóttir á skrifstofu. Í Hafnarfirði eru það Elma Dögg Gonzales á Ölduhrauni, Helga Björk Vigfúsdóttir á Bylgjuhrauni, Þorgerður María Halldórsdóttir á Báruhrauni og Lilja Björgvinsdóttir á Sjávar- og Ægishrauni.

5 ára starfsafmæli: Jóhanna Gunnheiðardóttir á Vitatorgi í Reykjavík, Anna Katarzyna Kosmala á Sjávar- og Ægishrauni og Harpa Björk Hilmarsdóttir á skrifstofu, báðar í Hafnarfirði en einnig Gunnhildur Sveinbjarnardóttir, Steingerður Ágústa Gísladóttir og Karen Harpa Harðardóttir, allar í Kópavogi.

10 ára starfsafmæli: Flordeliza Johannesson á Miklatorgi í Reykjavík.

15 ára starfsafmæli: Arna Garðarsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á Sóleigi/Mánateigi í Reykjavík.

Og síðast en ekki síst:

25 ár astarfsafmæli: Guðný Albertsdóttir á Bylgjuhrauni og Brynja Þórdís Þorbergsdóttir á Öldruhrauni, báðar í Hafnarfirði.

Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir ykkar góðu störf í þágu Hrafnistu.

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

Síða 4 af 92

Til baka takki