Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 22. september 2017 - Gestaskrifari er Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Reykjavík

Old letter
Lesa meira...

 

Þá er haustið komið eftir alveg ágætis sumar að mínu mati og þá taka fastir liðir við eins og vera ber. Sumir eru hálf fegnir að rútínan taki við eftir gleði og upprot sumarsins en aðrir hefðu alveg verið tilbúnir til að vera aðeins lengur í sumarfríi. Það eru alltaf ákveðin kaflaskil á haustin rétt eins og um áramót.  Eitt af einkennum haustsins eru ógrynni af námskeiðum, sem stendur okkur til boða. Það eru einnig margir sem strengja sér heit að  hausti rétt eins og eftir áramót. Það eru ekki bara einstaklingar heldur vinnustaðir sem miða við þessa tvo póla. Nýjungar og breytingar eru iðulega gerðar á haustin og þá fer fram skipulagning  á verkefnum vetrarins. Með haustinu taka einnig við fastir liðir hjá okkur í einkalífinu en það gerir það líka á Hrafnistu. Ég held að þrátt fyrir nýjungar og breytingar þá alltaf gott að hafa nokkra fasta liði og hefðir.  Í gær var ein af þessum skemmtilegu föstu hefðum hjá okkur á Hrafnistu í Reykjavík, en þá  var haldinn okkar glæsilegi Haustfagnaður.

Haustfagnaðurinn er ein af þessu föstu skemmtilegu hefðum sem við höfum. Þá leggjast allir á eitt að gera hann sem best úr garði. Borð eru dúkuð og skreytt bæði á deildum og á Skálafelli. En það verður að segjast að Skálafell er með flottari veislusölum á landinu og ekki skemmir útsýnið sem við höfum. Að þessu sinni voru það um 160 prúðbúnir gestir sem tóku þátt haustfagnaðinum á Skálfelli. Maturinn var einstaklega góður, lambakótelettur með öllu tilheyrandi slá alltaf í gegn og gerðu það svo sannarlega í gær. Veislustjórar kvöldsins voru Selma Björnsdóttir og Jógvan Hansen sem sungu og skemmtu gestum með fjölbreyttu lagavali bæði gömlu og nýju. Ræðumaður kvöldins var Hálfdan Henrýsson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs. Ég vil þakka öllum kærlega fyrir sem komu að því gera Haustfagnaðinn okkar svona glæsilegan og skemmtilegan. Þetta er svo sannarlega hefð sem vert er að halda í.

 

Sigrún Stefánsdóttir,

forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík

 

Lesa meira...

Síða 222 af 330

Til baka takki