Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 14. september 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

 

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 14. september 2018.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Starfsmannafélögin í blóma

Það er nú ekki annað hægt að segja en félagslíf starfsmanna Hrafnistu sé í miklum blóma þessa dagana. Um síðustu helgi fór ég inn í Þórsmörk með glæstum hópi frá Starfsmannafélagi Hrafnistu í Reykjavík í ótrúlegu blíðskaparveðri, þar sem var gengið, grillað og í eftirrétt var boðið upp á varðeld, gítarspil og söng undir stjörnubjörtum himni. Starfmannafélagið í Hafnarfirði var einnig með mjög vel heppnaða dagsferð um Grindavík og nágrenni síðasta laugardag. Kvöldið áður var starfsmannafélagið í Kópavogi með Keilukvöld og hópar úr Garðabæ og Reykjanesbæ voru í hópferð á Abba-sýningu þar sem allir áttu að syngja með. Í gærkvöldi var starfsmannafélagið í Garðbæ með mikla veislu þar sem Sigríður Klingenberg var heiðursgestur.

Það er alveg frábært að sjá hversu blómlegt félagslífið er. Þetta er jú allt gert fyrir okkur sjálf til að auka starfsánægju, jákvæðni og gleði – sem á endanum skilar sér í skemmtilegri og árangursríkari vinnustað.

 

Heimsókn frá Úkraínu

Á hverju ári fáum við gesti í heimsókn frá ýmsum þjóðlöndum sem vilja kynna sér starfsemi Hrafnistu. Gaman er að segja frá því að á mánudaginn var hjá okkur á Hrafnistu í Reykjavík, sjónvarpsfólk frá úkraínskum fréttaskýringaþætti. Þau eru að gera fréttaskýringar um lífið á Íslandi og vildu meðal annars fjalla um þjónustu við aldraða. Þeim þótti mjög mikið til okkar starfs koma, við værum á allt öðru þjónustustigi en sambærileg starfsemi í Úkraínu. Sjónvarpsfólkið var hjá okkur dagpart og myndaði starfsemina frá ýmsum hliðum og tók viðtöl við starfsfólk, stjórnendur og íbúa. Gaman að þessu ?

Starfsafmæli í september

Nú í septembermánuði eiga nokkrir úr okkar glæsta starfsmannahópi formleg starfsafmæli og fá þau afhentar formlegar starfsafmælisgjafir af því tilefni.

Þetta eru:

3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Monika Piekarska á Miklatorgi, Halldór Eiríksson á Rekstrar- og stjórnunarsviði, Jóhannes Már Þórisson í Sjúkraþjálfun, Ásta Lára Guðmundsdóttir og Daníela Mjöll Ólafsdóttir, báðar á Sólteigi/Mánateigi. Í Hafnarfirði eru það Anný Lára Emilsdóttir, Svanhildur Valdimarsdóttir og Kristín Dögg Kristinsdóttir, allar á Báruhrauni. Sylvía Haarde og Jóhann Sveinn Ingason, bæði á Bylgjuhrauni. Margrét Fjóla Jónsdóttir í Iðjuþjálfun/virkni. Karin Eva Hermannsdóttir á Sjávar-/Ægishrauni. Hjördís Bára Hjartardóttir, Valgerður Guðrún Torfadóttir, Karen Hólmfríður Fons, allar á Ölduhrauni í Hafnarfirði. Í Kópavogi er það Anna Kristín Ólafsdóttir og Elva Dögg Tórshamar á Nesvöllum

5 ára starfsafmæli: Edda Þorleifsdóttir á Ölduhrauni í Hafnarfirði og Stefanía Björk Reynisdóttir á Hlévangi.

10 ára starfsafmæli: Lilja Ásgeirsdóttir á Báruhrauni í Hafnarfirði.

15 ára starfsafmæli: Rannveig H. Gunnlaugsdóttir á Lækjartorgi og Valgerður K. Guðbjörnsdóttir deildarsjóri á Miklatorgi, báðar í Reykjavík. Í Hafnarfirði eru það Sigríður L. Gestsdóttir í Sjúkraþjálfun og Dolores R. Magdaraog í Ræstingu.

 

Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir ykkar störf í þágu aldraðra og Hrafnistu!

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

 

Lesa meira...

Síða 177 af 330

Til baka takki