Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 17. apríl 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Miðvikudaginn 17. apríl 2019.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

Vá! Þvílík árshátíð!

Mig langaði að þakka ykkur kærlega fyrir samveruna á árshátíðinni á laugardag. Það er ljóst (ef einhver efaðist) að ég vinn með skemmtilegasta fólki á Íslandi - slíkt var fjörið og gleðin í hópnum. Þar sem Hrafnistuheimilin eru orðin svo fjölmenn (og fjölgar ennþá meira á þessu ári) var ákveðið að gera tilraun með þessa útgáfu af árshátíð, að ekki væri formlega setið til borðs heldur „standandi“ form, en tæplega 800 manns voru á svæðinu. Ég held að þetta form hafi nú alveg sína kosti þó það séu auðvitað gallar líka. En margir hafa þegar líst því yfir við mig að þetta sé langskemmtilegast árshátíð Hrafnistu og það segir vonandi eitthvað. A.m.k. vona ég að allir hafi notið jafnvel og ég.

Svo vil ég endilega koma á framfæri bestu þökkum til þeirra sem stóðu vaktina á meðan við hin skemmtum okkur, því eins og við vitum er aldrei hægt að skella í lás á Hrafnistu. Þeir sem voru að vinna á laugardagskvöldið fengu að velja sér kvöldverð í boði Hrafnistu og vakti það almenna lukku hjá þeim.

Kærar þakkir til árshátíðarnefndar og ykkar allra – Hrafnista rokkar!

Nýtt Hrafnistu-bréf komið í hús

Þessa dagana er að berast um heimilin okkar eintak af nýju Hrafnistubréfi. Eins og flestir þekkja er Hrafnistubréfið kynningarblað um starfsemi Hrafnistu sem kemur út tvisvar á ári í um tvö þúsund eintökum. Auk þess að vera dreift til heimilismanna Hrafnistuheimilanna fer það um víðan völl í samfélaginu. Meðal annars til íbúa þjónustuíbúða Naustavarar, annarra öldrunarheimila landsins, heilsugæslustöðva, fjölmargra læknastofa, sveitarstjórnarfólks, alþingsmanna og fjölmiðla.

Bið ykkur að dreifa bréfinu fljótt og vel til heimilisfólks þegar það berst inn á deildir til ykkar. Sjálfsagt er líka að leyfa því að liggja frammi í öllum setustofum annars staðar þar sem fólk kemur saman.

Ef ykkur vantar aukaeintök er ykkur velkomið að snúa ykkur til Huldu S. Helgadóttur.

Gleðilega páska!

Nú ættu flestar deildar að vera búnar að fá til sín páskaegg en við höfum pantað heljarinnar ósköp af hefðbundnum súkkulaðieggjum. Hugmyndin með þessu er að allir í Hrafnistusamfélaginu (starfsfólk, heimilisfólk og góðvinir) fá eitt egg í tilefni páskahátíðarinnar. Vísvitandi er ekkert sælgæti inn í eggjunum heldur einungis hugmyndin að virkja þann skemmtilega páskasið að fólk fái smá súkkulaði og sinn páskamálshátt, til hátíðarbrigða en málshátturinn er prentaður innan á umbúðirnar að þessu sinni.

Verið er að leggja lokahönd á dreifingu eggjanna og við treystum því að allir leggi sitt að mörkum og að þau verði kláruð fyrr en síðar!

Páskarnir verða annars með hefðbundnu sniði og gefin hefur verið út páskadagskrá Hrafnistu með helstu viðburðum og hátíðarmáltíðum.

Ég vil nota þetta tækirfæri og óska ykkur öllum – hvort sem þið fáið gott frí eða þurfið að standa vaktina – sem og íbúum og góðvinum Hrafnistu og fjölskyldum, gleðilegrar páskahátíðar!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

Síða 150 af 330

Til baka takki