Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 24. maí 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 24. maí 2019.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Starfsafmæli á Hrafnistu í maí

Venju samkvæmt eiga nokkrir úr okkar glæsta starfmannahópi formleg starfsafmæli nú í maí. Þessa dagana er verið að afhenda þeim viðeigandi gjafir frá Hrafnistu vegna áfanganna. Þeir sem eiga starfsafmæli nú í maí eru:

3 ára starfsafmæli: Í Laugarásnum eru það Teodora Tagubase Apale í borðsal, Sigrún Lína Helgadóttir á Sól- og Mánateig, Maria Sosniak í ræstingu og Anna María Friðriksdóttir deidarstjóri á Vitatorgi. Í Hraunvangi eru það Aldís Helga Björgvinsdóttir á Báruhrauni og Elsa Björg Árnadóttir og Guðríður Jónasdóttir á Bylgjuhrauni. Á Nesvöllum er það Sindri Stefánsson.

5 ára starfsafmæli: Sólrún Mary Gunnarsdóttir og Arna Helgadóttir, báðar á Nesvöllum og Lára Björk Elíasdóttir í Boðaþingi.

Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir góð störf og tryggð við Hrafnistu!

 

Vorboðarnir að mæta í hús

Einn af vorboðunum hér hjá okkur á Hrafnistu er sumarafleysingafólkið og ótvíræður sumarboði eru öll nýju andlitin sem eru á sveimi þar sem sumarstarfsfólkið okkar er. Þetta árið erum við með vel yfir 200 manns í sumarafleysingu sem gerir okkur að einum stærsta vinnustað landsins sem ræður sumarafleysingafólk. Mér finnst sjálfum alltaf gaman á þessum árstíma þar sem ferskur blær fylgir öllu þessu nýja fólki og ýmsar nýjar hugmyndir kvikna. En á móti kemur að flest þurfum við hin að vera með aukaskammt af þolinmæði í farteskinu á þessum tíma og langar mig hér með að biðja ykkur að minna okkur sjálf á að sýna nýja fólkinu umburðarlyndi og þolinmæði með falleg bros á vör.

 

Menntamálaráðherra afhendir viðurkenningu í Hraunvanginn

Gaman er að segja frá því að í dag veittu samtökin Heimili og skóli sérstök hvatningar­verðlaun til verkefnisins Lestrarvina í Víðistaðaskóla og var það Lilja Alferðsdóttir menntamálaráðherra sem afhenti verðlaunin.

Lestrarvinir er samstarfsverkefni Víðistaðaskóla í Hafnarfirði við Hrafnistu Hraunvangi og felst verkefnið í því að nemendur í 6. bekk skólans eiga sér lestrarvini úr hópi heimilisfólks á Hrafnistu og fara þangað reglulega og lesa fyrir vini síni sína af eldri kynslóð.Það var hún Anna Jóna Helgadóttir í félagsstarfinu sem tók við viðurkenningunni fyrir okkar hönd.

Frétt um viðurkenninguna má sjá á Facebook en einnig hér á þessum tengli á mbl.is

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/05/24/hjolakraftur_hlaut_foreldraverdlaunin/

Sannarlega skemmtilegt og glæsilegt – til hamingju Hraunvangur!

 

Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands – Anný Lára ný í stjórn og Janus endurkjörinn

Í gær sótti ég aðalfund Öldrunarráðs Íslands en í þessum samtökum, sem eru regnhlífarsamtök fjölbreyttra aðila sem koma að málefnum aldraðra, var ég formaður árin 2010-2016 sem fulltrúi Hrafnistu og Sjómannadagsráðs. Anna Birna Jensdóttir í Sóltúni hefur verið formaður síðustu 3 ár en í gær tók við formennsku Jórunn Frímannsdóttir sem stýrir málum á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Við tengjumst þó stjórninni því í henni hefur setið Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur sem hefur unnið mikið að hreyfingu aldraðra undanfarin ár. Hann var boðinn fram til stjórnarsetu af okkur árið 2016 til þriggja ára og endurkjörinn í stjórnina í gær til ársins 2022. Þó hans umræður og rannsóknir miðist við að halda fólki frá því að koma inn á hjúkrunarheimili er eitt að markmiðum Hrafnistu að vera leiðandi í málefnum aldraðra hér á landi. Janus hefur vakið mikla athygli og því teljum við mjög mikilvægt að rödd hans og hugmyndir fái að heyrast á þessum vettvangi. Í Hrafnistubréfinu sem kom út fyrir páska er einmitt að finna áhugavert viðtal við hann. Við þetta má svo bæta að Anný Lára, forstöðumaður okkar í Boðaþingi var einnig kjörin inn í stjórn en hún kemur reyndar inn sem fulltrúi Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu. Sjálfsagt er að óska henni til hamingju með stjórnarembættið.

 

Góða helgi og sólríkar stundir!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

Síða 145 af 330

Til baka takki