Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 20. desember 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég vona að þið eigið öll ánægjulegar stundir um hátíðarnar hvort sem þið standið vaktina, dveljið í faðmi fjölskyldu og vina eða gerið eitthvað annað.

Jafnframt þakka ég ykkur kærlega fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Þetta ár var sannarlega magnað og merkilegt.

Ég hlakka mikið til að takast á við árið 2020 með ykkur – þar sem verkefnið verður, rétt eins og áður, að gera mjög góða Hrafnistu ennþá betri!

Eins og ég þreytist aldrei á að segja þá eru það eru forréttindi að fá að vinna með öllu því góða fólki sem starfar á Hrafnistu og gerir starfsemina okkar jafn glæsilega og raun ber vitni. Án góðs fólks væri Hrafnista ansi fátækleg og klárlega ekki þessi frábæri vinnustaður.

Á sama tíma getum við líka verið stolt af því leiðandi afli sem Hrafnista er orðin í öldrunarmálum hér á landi.

Því miður urðu þessir síðustu vinnudagar fyrir jól öðruvísi en áætlað var. Venjan er hjá mér að enda starfið fyrir jólin á því að fara í árlega jólaheimsókn á öll heimilin okkar með "jólaálfa" mér við hlið sem syngja og spila jólalög fyrir starfsfólk, íbúa og aðra gesti – og ná að kasta kveðju á sem allra flesta fyrir jólin um leið og álfarnir koma öllum í jólaskap. Þetta gekk ekki alveg upp þetta árið þar sem ég lagðist í bælið í gær í flensu og mætti heldur ekki til vinnu í dag.

Er þó risin úr rekkju og mun hressari í dag en í gær ⯑

 

Gleðilega hátíð og njótið vel!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

Síða 120 af 330

Til baka takki