Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 31. janúar 2020 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 31. janúar 2020.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Neyðarstjórn Hrafnistu skoðar málin vegna jarðhræringa á Reykjanesi og Corona-flensu.

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað vegna þess sem talið er vera kvikusöfnun á Reykjanesskaga, rétt vestan við fjallið Þorbjörn, rétt við Grindavík. Neyðarstjórn Hrafnistu fylgist vel með málinu. Þó Hrafnistuheimilin tvö í Reykjanesbæ séu ekki inn á aðalsvæðinu, eru þau bæði innan 20 km frá því og gætu óbeint orðið fyrir áhrifum ef eldgos færi af stað; svo sem truflun á heitu og köldu vatni, rafmagni, símasambandi, samgöngum og ertandi efni í andrúmslofti ef öskufall yrði mikið, svo helstu dæmi séu tekin. Fulltrúi Hrafnistu sótti íbúafund í Grindavík um málin sem fram fór síðastliðinn mánudag og við fylgjumst vel með málum.

Heilbrigðissvið Hrafnistu fylgist jafnframt mjög vel með gangi mála dag frá degi varðandi Corona-flensu sem nú er byrjuð að geysa út í heimi og verið að vinna í viðbragðsáætlunum í samvinnu við viðbragðsaðila. Eins og við allar aðrar sýkingar er besta sýkingavörnin handþvottur og handsprittun og hvetjum við ykkur eins og ávallt til að vera vakandi fyrir mikilvægi þess.

Fulltrúar Hrafnistu fylgjast svo náið með málum og veita upplýsingar um gang mála og næstu skref, ef þeirra er þörf.

Íslands Hrafnistu konur!

Í Fréttablaðinu í síðustu viku var fylgiblað tileinkað konum í atvinnurekstri. Þar var meðal annars 2-3 blaðsíðna umfjöllun í formi stuttra viðtala um kvennstjórnendur á Hrafnistu en það voru viðtöl við konurnar níu sem sitja í framkvæmdaráði Hrafnistu undir nafninu Íslands Hrafnistukonur. Sannarlega spennandi fyrir okkur hér á Hrafnistu en viðtölin má sjá í sérstakri frétt hér á heimasíðunni.

Ekki verkfall á Hrafnistu

Það virðist gæta misskilnings hjá einhverjum að starfsmenn Hrafnistu, sem eru í stéttarfélaginu Eflingu, séu að fara í verkfall. Þær verkfallsaðgerðir sem boðaðar hafa verið hjá Eflingu og félagsmenn Eflingar sem eru að vinna hjá Reykjavíkurborg hafa samþykkt, hafa ekkert að gera með Hrafnistu. Þetta á aðeins við félagsmenn Eflingar sem eru í ráðningasambandi við Reykjavíkurborg og fá greidd laun frá Reykjavíkurborg.

Hins vegar gætu þessar verkfallsaðgerir haft áhrif á starfsfólk Hrafnistu, rétt eins og aðra í samfélaginu okkar og verður það skoðað sérstaklega ef til þess kemur.

Stór dagur á Sléttuveginum á mánudaginn

Nú á mánudaginn, 3. febrúar, er stór dagur í sögu Hrafnistu en þá hefja um 50 starfsmenn störf hjá Hrafnistu Sléttuvegi til viðbótar við þá 10 sem þegar hafa hafið störf.

Jafnframt fær Hrafnista hjúkrunarheimilið afhent frá verktaka þennan sama dag. Starfsmannahópsins bíða mörg verkefna áður en fyrstu íbúarnir geta flutt inn. Setja þarf upp allan lausabúnað, húsgögn, vörur, allt frá hnífapörum, bleium og kryddi upp í lyftara, húsgögn og uppþvottavélar. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvað þetta tekur langan tíma og auðvitað hvort seinkanir/bilanir verði á einhverju. Ef allt gengur upp verður byrjað að taka inn íbúa eftir miðjan febrúar. Það verða teknir inn 10-15 íbúar á viku þannig að inntökuferlið fyrir þetta 99 rýma hjúkrunarheimili er nokkrar vikur.

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

 

Lesa meira...

Síða 116 af 330

Til baka takki