Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 12. janúar 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA
Föstudaginn 12. janúar 2018.
 
 
Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,
 
Um Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eru samtök fyrirtækja, félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem eru ekki ríkisfyrirtæki og starfa á heilbrigðissviði samkvæmt þjónustusamningi eða öðrum tengdum greiðslum frá ríkinu. Samtökin voru stofnuð árið 2002 og í árslok 2017 voru aðildarfélögin orðin 45. Meðal aðildarfélaga eru Hrafnistuheimilin, Grund hjúkrunarheimili, Krabbameinsfélag Íslands, SÁÁ o.fl. Greiðslur ríkisins til aðila innan SFV nema um 15-20% af heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðismála á ári. SFV komu að gerð rammasamnings Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem gefinn var út árið 2016. 
Undanfarin tvö ár hefur undirritaður verið formaður samtakanna en fyrst var ég kosinn í stjórn árið 2008. Framkvæmdastjóri samtakanna er Eybjörg H. Hauksdóttir lögfræðingur en Gunnhildur Kristjánsdóttir hóf nýlega hóf störf sem persónuverndarfulltrúi. Samtökin hafa aðsetur á skrifstofu Hrafnistu í Reykjavík en frekari upplýsingar um samtökin má finna á heimasíðunni: www.samtok.is 
 
Þrátt fyrir að stór verkefni hafi verið að leysast undanfarið sem hafa verið lengi á stefnuskrá samtakanna, virðist verkefnalistinn bara stækka. Mikilvægi samstöðu og samtakanna hjúkrunarheimila og annarra aðildarfélaga í hagsmunagæslu hefur líklega aldrei verið meiri en einmitt nú – enda hafa aðildarfélög SFV aldrei verið fleiri í sögu samtakanna.
 
Í vikunni hittu fulltrúar SFV nýjan heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Þar kynntum við samtökin og fórum í stuttu máli yfir helstu áherslur okkar. Við væntum mikils af nýjum ráðherra en orð hennar á fundinum og tíð blaðaskrif undanfarið um úrbætur í heilbrigðismálum gefa tilefni til bjartsýni. Þó orð séu góð eru það verkin og efndirnar sem skipta auðvitað öllu máli.
 
Þó ber strax skugga á þessi mál að fjárlög ársins 2018 virðast almennt ekki ætla að verða hjúkrunarheimilum hagstæð. Daggjöld hjúkrunarheimila hafa reyndar ekki verið gefin formlega út ennþá, en öll merki eru á lofti að hækkanir frá fyrra ári séu lægri en raunhækkanir. Fulltrúar SFV gengu á fund fjárlaganefndar Alþingis fyrir jól en það virðist litlu hafa skilað í bættu fjármagni. Ferlið síðustu vikur hefur þó verið lærdómsríkt fyrir okkur og ljóst að við verðum að setja aukin kraft í hagsmunagæslu varðandi fjárlög og fjárlagagerð í framtíðinni og þar má í raun aldrei slaka á. 
Það verður því nóg um að vera í samtökunum á nýju ári og eitt af stærstu verkefnum þessa árs verða samningar með Sjúkratryggingum Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um rammasamning um starfsemi dagdvala, sem eru orðnir mjög þarft mál. Við hér á Hrafnistu erum einn stærsti rekstraraðili dagdvala hér á landi.
 
Starfsafmæli í desember
Nú í desember fögnuðu nokkrir starfmenn Hrafnistuheimilanna formlegum starfsafmælum hér hjá okkur. Þetta eru:
3 ára starfsafmæli: Birgitta Björt Björnsdóttir á Sjávar- og Ægishrauni í Hafnarfirði.
5 ára starfsafmæli: Hildur Rós Guðnadóttir á Sólteig/Mánateig í Reykjavík.
10 ára starfsafmæli: Irena Breiviene á Ölduhrauni í Hafnarfirði.
15 ára starfsafmæli: Rannveig Oddsdóttir á Báruhrauni í Hafnarfirði.
Og síðast en ekki síst er það Elínborg Jóhannsdóttir á Bylgjuhrauni í Hafnarfirði sem fagnaði 35 ára starfsafmæli á Hrafnistu.
 
Hjartanlega til hamingju öll og hjartans þakkir fyrir tryggðina við Hrafnistu!
 
Góða helgi! 
 
Bestu kveðjur,
Pétur
 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur