Leit

social link

Rannsóknarsjóður Hrafnistu

 

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 15. desember 2017 - Gestaskrifari er Sigurbjörg Hannesdóttir, deildarstjóri iðjuþjálfunar Hrafnistu í Reykjavík

Jólin, jólin alls staðar ….

 

Það er mikið að gerast í iðjuþjálfun og félagsstarfi á Hrafnistu í Reykjavík og á öllum Hrafnistuheimilunum í desembermánuði, ég þori að veðja að þetta er skemmtilegasta deildin að vinna á í desembermánuði. Það eru alls kyns skemmtilegar jólauppákomur sem að lífga upp á lífið og tilveruna á öldrunarheimili bæði fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk.

 

Við leggjum áherslu á gleði í stað jólastress og að njóta lífsins. Piparkökur eru bakaðar, stíginn dans á jólaballinu með Braga Fannari, fengið sér eitt sherrystaup eða tvö og gómsæta súkkulaðimola.

 

 Jólin, jólin alls staðar

með jólagleði og gjafirnar.

Börnin stóreyg standa hjá

og stara jólaljósin á.

 

Jólaklukkan boðskap ber,

um bjarta framtíð handa þér

og brátt á himni hækkar sól,

við höldum heilög jól.

 

Við fáum ýmsa gesti sem taka lagið fyrir okkur og halda jafnvel tónleika. Fróði Oddsson söng og spilaði á kaffihúsinu við góðar undirtektir og Breiðfirðingakórinn heldur tónleika þann 16. desember á Skálafelli. Við erum með jólabingó með flottum vinningum, jólasöngstund á föstudögum með Jónínu, fórum í Laugarásbíó á á myndina „Wonder“ og margt margt fleira. Jólahugleiðsla með Stefaníu Ólafsdóttur var í upphafi aðventunnar til að ná okkur í gott jafnvægi og svo erum við með fræðslu frá Soffíu Egilsdóttur um jákvæða sálfræði og hamingju síðar í mánuðinum til að viðhalda jafnvæginu.

Einnig erum við góðir vinir „Whales of Iceland“ sem annað árið í röð býður íbúum og dvalargestum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði upp á kynningu á heimilunum fyrir þá sem komast ekki á safnið og seinna sama dag bjóða þeir okkur í heimsókn á safnið. Allt í boði þeirra, rútuferðir á safnið og leiðsögn um safnið ásamt kaffi og köku. Þetta er einstakt og frábært framtak hjá þessu flotta fyrirtæki. Ég mæli virkilega með því að kíkja á hvalasafnið, einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna og við þökkum þeim kærlega fyrir vinskapinn og velvildina í okkar garð.

Ég læt fylgja með nokkrar góðar myndir af kynningunni og ferðinni í „Whales of Iceland“ og óska ykkur öllum gleðilegrar jóla og hafið það nú sem allra best yfir hátíðarnar.

 

Jólakveðja,

Sigurbjörg Hannesdóttir

Deildarstjóri iðjuþjálfunar

Hrafnista Reykjavík

 

  • Til baka takki

    Banners neðst á forsíðu 1

    Happdrætti DAS