Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 23. júní 2017 - Maður er manns gaman

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_eliza_reid.jpeg

Í dag föstudaginn 23. júní kom forsetafrúin okkar frú Eliza Reid í heimsókn á Hrafnistu Garðabæ-Ísafold. Í nokkra daga hafa verið umræður, þá aðallega á meðal kvenna sem hér búa, um í hverju þær ætli að vera við þetta hátíðlega tækifæri og hvernig öllu þessu yrði háttað. Svona viðburðir gefa okkur tækifæri á að breyta út af því hversdagslega, hafa eitthvað til að stefna að, eitthvað til að ræða um, hlakka til og síðast en ekki síst að vera saman. Dagurinn tókst frábærlega. Eliza koma ásamt elsta syni þeirra Guðna, Duncan Tindi sem er 10 að verða 11 ára, eins og hann sagði sjálfur.  Það má segja að þau hafi brætt hjörtu allra, en Elíza sagði okkur frá sinni æsku, hvernig hún kynntist Guðna og hvernig lífið er búið að vera á Íslandi síðan hún flutti hingað. Það var mikið hlegið þegar hún sagði okkur frá hvernig misskilningur og framburður hennar á íslensku kom henni stundum í vandræði. Það sem stendur þó upp úr eftir dag sem þennan er að sjá hvað flestir njóta þess að vera saman, hlusta saman, spjalla saman um sameiginlega reynslu, segja frá sér, hvaðan þeir eru og við hvað þeir eru búnir að starfa við. Það sem er líka svo skemmtilegt er að það er hægt að tengja svo marga saman á litla Íslandi, langamma Guðna kenndi mér í barnaskóla, einn íbúi hér bjó í sama húsi og mamma hans, Eliza er ný búin að heimsækja Ísafjörð og hér er nokkrir frá Ísafirði sem gátu tengt sig við þá heimsókn. Það er gera okkur svona dagamun er þó alltaf á hendi starfsmanna okkar sem leggja á sig nokkur auka skref og nokkur auka verk. Til að kóróna daginn fengum við okkur ís og jarðaber úr Costco með kaffinu. Takk kærlega fyrir þennan falleg og góða dag.

 

Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Garðabæ-Ísafold.

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS