Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 16. júní 2017 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 16. júní 2017.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

40 ára afmælisveisla Hrafnistu í Hafnarfirði verður 21. júní – forsetinn heiðursgestur.

Um þessar mundir eru 40 ár síðan Hrafnista í Hafnarfirði tók til starfa. Formleg afmælisveisla verður af þessu tilefni haldin miðvikudaginn 21. júní kl 14. Þar verður stutt afmælisdagskrá í Menningarsalnum og borðsalnum, þar sem heiðursgestur verður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Boðið verður upp á tónlistaratriði og afmælistertu auk þess sem forsetinn mun ávarpa afmælisgesti og heilsa upp á fólk.

Öll þessi vika er reyndar tileinkuð afmælinu með mismunandi viðburðum á hverjum degi.

Til hamingju Hafnarfjörður!

Afmælisgjöf Hrafnistu til íbúa og starfsfólks!

Eins og margoft hefur komið fram er árið 2017 mikið afmælisár hjá okkur.

Í tilefni afmælisins ætlar Hrafnista að gefa öllum íbúum og starfsfólki (þeim sem voru í starfi 1. júní óháð stöðugildi, líka sumarafleysingafólki) smávægilega afmælisgjöf sem er kaffibolli/kanna hvít að lit, merkt afmælisárinu 2017. Dreifing verður svipuð og með jólagjafirnar okkar. Kassar með könnum og nafnalistar starfsfólks verða afhendir á næstu dögum og munu deildarstjórar hafa umsjón með gjafaafhendingunni.

Ég vona að þessi gjöf mælist vel fyrir.

Hátíðarhöld Sjómannadagsins tókust vel!

Vonandi fór ekki framhjá neinum að Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag. Minningardagur um drukknaða sjómenn og hátíðarhöld Sjómannadagsins eru jú upprunalega tilefnið að stofnun Sjómannadagsráðs og enn þann dag í dag eru hátíðarhöldin lykilatriðið í starfsemi Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna.

Af þessu tilefni var að vanda mikið um dýrðir á öllum Hrafnistuheimilunum og var hefðbundin dagskrá á öllum okkar heimilum sem var almennt mjög vel sótt af íbúum og ættingjum. Kærar þakkir til ykkar allra við að leggja hönd á plóginn í undirbúningsferlinu og gera Sjómannadaginn jafn glæsilegan á Hrafnistuheimilunum og raun bar vitni.

Góðvinir Hrafnistu eru víða!

Af mörgu merkilegu sem gerðist á Hrafnistuheimilunum á Sjómannadaginn stendur þó upp úr hjá mér heimsókn Lúðrasveitsveitar Reykjavíkur á HrafnIstu í Reykjavík. Þar lék Þórarinn Óskarsson með hljómsveitinni í 70. skipti á Sjómannadeginum. Lúðrasveit Reykjavíkur er ein elsta starfandi hljómsveit landsins. Þórarinn hefur nú spilað með hljómsveitinni á Sjómannadaginn í 70 ár, þar af öll 60 árin í sögu Hrafnistu í Reykjavík sem fagnaði afmæli sínu á dögunum. Þórainn lék meðal annars við vígslu Hrafnistu 1958 og hefur náð að spila með hljómsveitinni fyrir alla forseta lýðveldisins. Af þessu einstaka tilefni afhentum við Þórarni blómvönd frá Hrafnistu og þökkum honum kærlega fyrir alla góðvildina í okkar garð.

 

Gleðilega þjóðhátíð og góða helgi!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS