Leit

social link

 

Föstudagsmolar 6. janúar 2017 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 6. janúar 2016.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

Gleðilegt ár!

Kærar þakkir fyrir samstarfið og ykkar framlag til Hrafnistu og aldraðra á liðnu ári. Ég vona að allir hafi átt ánægjulegar stundir og komi vel undan hátíðunum.

Ég hlakka mikið til að takast á við árið 2017 með ykkur!

 

Hrafnista númer 6 kemur í hópinn 1. febrúar!

Í dag er gleðidagur í sögu Hrafnistu því í dag var formlega staðfest að Hrafnistheimilið númer 6 er komið í hópinn. Í gær samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar samhljóða samning Hrafnistu og Garðabæjar um að Hrafnista taki við starfsemi hjúkrunarheimilisins Ísafoldar frá og með 1. febrúar næstkomandi.

Þetta má sjá nánar í frétt hér á heimasíðunni.

Rekstur Ísafoldar er sannarlega spennandi verkefni sem gaman verður að takast á við. Með því að bæta Ísafold í hóp Hrafnistuheimilanna er ætlunin að styrkja rekstrareininguna Hrafnistu með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði fyrir þá fjármuni sem ríkið skammtar til rekstrarins.

 

Happdrætti DAS framleiddi fyrstu litaauglýsinguna fyrir íslenskt sjónvarp

Það er alltaf gaman að skyggnast í söguna. Bakhjarl Hrafnistu, Happdrætti DAS, á til dæmis heiðurinn að því að hafa framleitt fyrstu sjónvarpsauglýsinguna í lit hér á landi. Þetta var árið 1977 en Vísir greindi frá málinu þann 6. apríl það ár.

Eitthvað mun forsvarsmönnun sjónvarpsins hafa fundist auglýsingin ómerkileg og líklega ekki nógu menningarleg sem fyrsta litaauglýsingin í íslensku sjónvarpi. Því neitaði Sjónvarpið að sýna auglýsinguna nema í svart-hvítu. Upp úr þessu spunnust töluverðar deilur sem Vísir fjallaði um í áðurnefndri grein í Vísi.

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS