Leit

social link

 

Föstudagsmolar 11. nóvember 2016 - Gestaskrifari er Bjarney Sigurðardóttir, forstöðumaður Hrafnistu Kópavogi

Snemmbúin jólahugleiðing.

Á leið heim úr vinnu í vikunni hlustaði ég á Léttbylgjuna. Eftir að hafa raulað annars hugar með þremur lögum áttaði ég mig á því að þetta voru jólalög. Dauðbrá því mér finnst vera heillangt til jóla. En staðreyndin er víst önnur. Í hugum okkar eru jólin sérstök og við viljum að við og allir í kringum okkur njóti þeirra og eins undirbúningsins. En tilhlökkunninni og vinnunni við undirbúninginn fylgir oft streita og jafnvel vonbrigði þegar allt gengur ekki upp eins og við vonum.

Að vera í vaktavinnu fylgja oft ýmsir kostir, en það eru einnig ýmsir ókostir og einn af þeim er að það þarf að vinna á hátíðisdögunum í kringum jól og áramót þegar flest allir vilja eiga notalega og hátíðlega stund með sínum nánustu. Á ferli mínum sem hjúkrunarfræðingur hef ég átt fjölda vakta á þessum dögum svo sem gamlárskvöld eða aðfangadagskvöld. Ég lærði smátt og smátt að viðhorf mitt til vinnu þessa daga skiptir höfuðmáli fyrir mig og mína nánustu. Ef ég var ósátt smitaði það út frá sér á sama hátt og ef ég var sátt og róleg. Þetta er nefnilega alltaf spurningin um manns innri upplifun og viðhorf.

Aðventan og jólin eru mikilvæg, en allir dagar eru mikilvægir ef við leyfum okkur og munum að taka eftir þeim.

 

Bjarney Sigurðardóttir

Forstöðumaður

Hrafnistu Kópavogi

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS