Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 28. október 2016 - Gestaskrifari er Lucia Lund, mannauðsstjóri

 

Um helgina er gengið til kosninga.  Ég hvet alla til að nýta kosningarétt sinn. Við erum jú partur af samfélagi og þetta er okkar tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið. Með því að mæta á kjörstað veljum við okkar áherslur í stjórnmálum.

Kjaramál eru eitt af því sem skiptir alla mál. Við þurfum laun til að lifa. Það er því eðlilegt að launin skipti máli þegar við veljum okkur starf. Móttökurnar er ekki síður mikilvægar. Ef okkur líður ekki vel erum við jafnvel til í að fá aðeins minna í laun og velja vinnustað þar sem vinnuumhverfið tekur betur á móti okkur. Þar sem gleði og vellíðan ríkir.

Atvinnuumhverfið á Íslandi í dag er þannig að erfiðara er að fá fólk til starfa. Það er því enn meiri þörf á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og halda í þá sem fyrir eru. Þó mikið sé að gera er gott að við gefum okkur tíma til að tala saman, hlusta og segja eitthvað fallegt og hvetjandi. Hjálpast að og sýna samkennd. Ég læt fylgja með skemmtilegt myndband um muninn á samkennd og samúð. https://www.youtube.com/watch?v=1Evwgu369Jw

Við gerum ýmislegt til að brjóta upp hversdagsleikann hér í vinnunni, til dæmis með vinaviku, bleikum degi og gaman saman. Hvernig væri að setja stefnuna á að hafa svo gaman í vinnunni að við prumpum glimmeri, eins og skólasystir mín sagði. Eigum við að velja dag?

Mannauðsdeildin er tímabundið flutt á G-ganginn. Endilega kíkið til okkar eða hringið ef það er eitthvað sem við getum liðsinnt ykkur með eða bara ef ykkur langar í grænmeti. Netfangið okkar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kjaramál

Í október var gengið frá kjarasamningum við starfsfólk Eflingar, Hlífar, VSFK og STFS um eins launaflokks hækkun. Þessa dagana er verið að skoða röðun sjúkraliða sem fela munu í sér einhverjar hækkanir fyrir lok árs. SFR fékk hækkanir í sumar og fljótlega geri ég ráð fyrir að farið verði í viðræður við hjúkrunarfræðinga. Hjá BHM er beðið eftir að sjá hvernig ríkið afgreiðir það sem er til skiptanna hjá þeim.

 

Lucia Lund
Mannauðsstjóri

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS