Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 21. október 2016 - Gestaskrifari er Soffía Egilsdóttir, félagsráðgjafi og fræðslufulltrúi

Hvernig er að mæta mér?

Ég hitti gamlan skólafélaga á einu  Hrafnistuheimilanna um daginn. Ég hafði ekki séð hann í nokkurn tíma og spurði hvort hann ætti ættingja hjá okkur. Jú mikið rétt mamma hans flutti á Hrafnistu fyrir nokkrum mánuðum. Ég spurði því „hvernig gengur“? ,,Jú það gengur svo ljómandi vel það taka alltaf allir á móti mér með brosi þegar ég kem á deildina“.

Ég var smá stund að átta mig á því hvað það sem hann sagði þýddi í raun og veru. Það að starfsfólkið tæki vel á móti honum með bros á vör var ekki bara merki um að hér er starfsfólk sem er kurteist og heilsar þeim sem eiga erindi inn á heimilið. Þetta þýddi að hann var viss um að móðir hans fengi góða umönnum og gott viðmót hjá starfsfólkinu og að hann sjálfur gat leitað til starfsfólksins með hvað sem var.

Á Hrafnistu erum við stöðugt að taka á móti nýju fólki og okkur finnst það jafnvel hversdagslegur hlutur. En rannsóknir sýna að 89% maka og 52% barna upplifa það að setja ástvin sinn frá sér á hjúkrunarheimili  það erfiðasta sem þeir hafi gert um ævina.  Þess vegna er framkoma starfsfólks svo mikilvæg. Við sjálf erum vinnutækið og því skiptir allt sem við segjum og gerum svo miklu máli. Því er hollt fyrir alla að velta fyrir sér - hvernig er að mæta mér?

 

Soffía Egilsdóttir

Félagsráðgjafi og fræðslufulltrúi

 

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS