Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 18. október 2019 - Gestahöfundur er Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna

Nú er í gangi önnur HR monitor mannauðsmælingin á Hrafnistu og er stefnt að því að vera með mælingu annan hvern mánuð. Kannski eru margir að hugsa hver sé tilgangur með þessum mælingum, af hverju ætti ég að vera eyða tveimur mínútum í að svara 8-9 spurningum! Tilgangur mælinganna er að meta hvernig starfsfólki líður á Hrafnistu, hver sé starfsánægjan á Hrafnistu. Þetta er einn þáttur í því að fylgjast með hvernig starfsandinn og starfsánægjan er í fyrirtækinu á þeim tíma sem mælingin er framkvæmd. Líður starfsfólki vel í vinnunni, í hverju stöndum við okkur vel og hvað má betur fara?

Góð þátttaka var í fyrstu mælingunni og vonumst við til að sem flestir gefi sér tíma til þess að taka þátt í hvert skipti því fleiri sem taka þátt, því réttari er mælingin og raunsönn fyrir Hrafnistu sem heild. Fyrsta mælingin kom vel út, starfsfólki á Hrafnistu líður almennt vel í vinnunni og starfsánægja er góð, heildarniðurstaða var 4,09 á mælikvarða sem er frá 1-5. Til þess að setja þetta í samhengi þá var meðaltal heildarniðurstaða stórra stofnana í könnuninni „Stofnun ársins“ fyrir 2018 3,87 og fyrir Landspítalann 3,6. 

En ef við skoðum aðeins starfsánægju, af hverju skiptir hún máli og hvaða þættir hafa áhrif á hana? Líðan fólks á vinnustaðnum hefur mikið að segja um frammistöðu þess og heilsu og hafa margar rannsóknir sýnt fram á það. En hver ber ábyrgð á að okkur líði vel á vinnustaðnum og að starfsandinn sé góður? Einhverjir gætu svarað þessari spurningu með því að segja að stjórnendur beri ábyrgð á líðan starfsfólks sem er að einhverju leyti rétt því hlutverk stjórnenda er að skapa ramma og leggja línurnar fyrir vinnustaðamenninguna. Við, starfsfólk Hrafnistu fyllum inn í þann ramma sem okkur er gefinn með þeim samskiptum og samskiptaháttum sem við tileinkum okkur á vinnustaðnum.Hver og einn tekur ákvörðun um hvernig samskiptunum á að vera háttað, hvaða viðhorf er tekið og hvað lagt er í samskiptin. Stundum lendum við í því að Indriðinn eða Skúli fúli  mætir í okkur og þá er gott að eiga góða vinnufélaga sem benda okkur góðfúslega á að viðhorf eða samskiptahættir okkar séu ekki uppbyggilegir og jákvæðir á þessari stundu þannig við getum bætt okkur. Hver og einn getur haft mikil og jákvæð áhrif á starfsumhverfi sitt, oft og tíðum á sterkari og áhrifameiri hátt en hann gerir sér grein fyrir. Gott er að hafa það hugfast þegar við eigum í samskiptum við annað starfsfólk sem og auðvitað aðstandendur og íbúa Hrafnistu.

Mig langar að deila með ykkur 10 mikilvægum atriðum um starfsánægju og vellíðan á vinnustöðum:

  1. Starfsánægja og vellíðan á vinnustaðnum er ein af þremur mikilvægustu forsendum fyrir lífsgleði.
  2. Starfsánægja er besta forvörnin gegn stressi.
  3. Starfsánægja og vellíðan á vinnustaðnum getur dregið umtalsvert úr veikindafjarvistum og starfsmannaveltu.
  4. Þar sem starfsfólki líður vel eykst framleiðinin og afköst.
  5. Ein algengasta ástæðan fyrir dvínandi starfsánægju eru neikvæðar athugasemdir, skortur á hrósi og viðurkenningu ásamt lítilli hjálp og stuðningi frá næsta yfirmanni.
  6. Starfsánægja og vellíðan er ábyrgð hvers og eins. Ekki yfirmannsins, samstarfsfélaganna eða samfélagsins.
  7. Yfirmaðurinn og vinnustaðurinn bera ábyrgð á að setja umgjörðina fyrir starfsánægju og vellíðan á vinnustaðnum.
  8. Jákvæð vinnustaðamenning og starfsánægja eru grundvallaðar í stjórnun vinnustaðarins, starfsaðferðum, áætlunum og skipuriti og líka því sem við gerum hér og nú.
  9. Starfsánægja fæst ekki með hærri launum, bónusum, titlum eða fríðindum. Starfsánægja kemur af tvennu:

Árangri - að vinna gott starf sem maður getur verið stoltur af

Samskiptum - að vera í góðum og jákvæðum samskiptum við vinnufélagana.

10.  Starfsánægja verður ekki til af sjálfu sér heldur verður sífellt að huga að henni, bæði af   hálfu starfsmanna og stjórnenda.

 

Það eru til margar leiðir til að bæta starfsanda og samskipti á vinnustaðnum. En að leggja áherslu á mannvirðingu í samskipum er gott leiðarljós því öll viljum við að komið sé fram við okkur af virðingu. Þar sem virðing og umhyggja er fyrir vinnufélögum hafa rannsóknir sýnt að mistök eru færri og starfsfólki líður betur og er viljugara til að viðurkenna mistök sín. Þar með skapast mikilvægt rými fyrir lærdóm og þróun. Í slíku umhverfi er traust allt umlykjandi og höfum við séð það í góðum teymum eins og hjá landsliðum okkar að það eykur frammistöðu og árangur verður umfram væntingar.

Ég er pínu sucker fyrir tilvitnunum og þegar ég að var að skrifa þetta þá skoppuðu tvær upp í kollinn á mér sem ég ætla láta fylgja með ⯑

 

Berglind Björk Hreinsdóttir
Mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna

 

fostudagsmolar_18102019bbh.JPG

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur