Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 30. ágúst 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,
 
Reglulegar mælingar á líðan og upplifun starfsfólks af vinnustaðnum.
Eitt af aðlamarkmiðum Hrafnistu er að auka starfsánægju og bæta starfsumhverfi starfsfólks, þannig að lífsgæði íbúanna okkar og annara þjónustuþega verði sem mest. Sem liður í því að efla þetta markmið mun Hrafnista í dag hefja reglulega mælingar, með nútímalegum hætti, á líðan starfsfólks og upplifun þeirra á vinnustaðnum. Tilgangurinn með mælingum er að gefa upplýsingar um hver staðan er á Hrafnistu og að upplýsingarnar komi fram í rauntíma en ekki löngu síðar eins og verið hefur raunin í fyrri mælingum.
Notast verður við kerfi HR monitor sem er í stuttu máli spurningakannanakerfi sem veitir dýpri innsýn inn í starfsemi okkar og hjálpar okkur að gera Hrafnistu að enn betri vinnustað þar sem starfsánægja og góð þjónusta er í forgrunni.
Starfsfólk mun reglulega fá senda könnun sem samanstendur af 8-9 spurningum og hafa þeir viku til þess að svara henni. Það ætti að taka í mesta lagi tvær mínútur að svara könnuninni í hvert skipti og verður notast við innra vefsvæði Hrafnistu, Workplace, til að framkvæma kannanirnar sem reikna má með að verði á um 2-3 mánaða fresti.
Ég vil hvetja ykkur til að vera dugleg að taka þátt þannig að við fáum sem bestar upplýsingar um stöðuna hjá okkur á Hrafnistu þannig að stjórnendur geti nýtt sér niðurstöður til þess að gera úrbætur og þar með að gera Hrafnistu að enn betri vinnustað.
 
Haustfagnaðir framundan
Þó sumarið sé varla búið (ótrúlega flott sumar) erum við hér á Hrafnistu strax farin að undirbúa haustið og veturinn. Við ætlum að sjálfsögðu að viðhalda þeirri skemmtilegu hefð að halda glæsilega haustfagnaði/vetrarhátíðir á öllum heimilunum okkar þar sem íbúar, aðrir þjónustuþegar og gestir eru hvattir til að fara í sitt fínasta púss um leið og húsin okkar eru skreytt. Boðið verður upp á hátíðardagskrá með fyrirtaks tónlistarfólki og glæsilegar veitingar við hæfi og ber að þakka ykkur öllum fyrir ykkar framlag enda þarf vaskan hóp á hverju heimili og deildum til að gera þetta allt að veruleika.
Dagsetningar haustfagnaðanna okkar eru sem hér segir en dagskrá og tímasetningar verða kynntar betur á hverju heimili þegar nær dregur:
-Hrafnista Boðaþingi, 18. september
-Hrafnista Laugarási, 19. september
-Hrafnista Ísafold, 26. september
-Hrafnista Nesvöllum, 10. október
-Hrafnista Hraunvangi, 11. október
-Hrafnista Hlévangi, 17. október
-Hrafnista Skógarbær, 30. október
Þetta verður stuð!
 
 
Góða helgi!
 
Bestu kveðjur,
Pétur
 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur