Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 16. ágúst 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2019_Slettuvegur-framkvaemdir2.jpeg
Föstudaginn 16. ágúst 2019.
 
Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,
 

Starfsafmæli í júlí.

Í júlí voru formleg starfsafmæli hjá nokkrum starfsmönnum Hrafnistufjölskyldunnar. Flestir (þó ekki allir ennþá) hafa fengið afhentar viðeigandi starfsafmælisgjafir frá Hrafnistu og þeir
sem eiga eftir að fá gjafirnar fá þær á næstunni. Þeir sem eiga starfsafmæli í júlí eru:
 
3 ára starfsafmæli: Katarina Sara Stojadinovic á Ölduhrauni í Hafnarfirði. Margrét Baldvinsdóttir og Ester Rós Brynjarsdóttir á Miklatorgi og Engey, María Erla Ólafsdóttir á Sól- og Mánateigi og Sigurbjörg H. Ríkarðsdóttir á Lækjartorgi, allar í Laugarásnum. 
5 ára starfsafmæli: Í Laugarásnum eru það Erna Frímannsdóttir á Sól- og Mánateigi, Margrét Reynisdóttir á Lækjartorgi og Katarzyna Anna Stroz á Miklatorgi og Engey. Í Hraunvangnum eru það Helga Björk Vigfúsdóttir og Guðbjörg Pétursdóttir, báðar á Bylgjuhrauni. Einnig Þórunn Kristín Kjærbo á Nesvöllum.
 
Síðast en ekki síst eiga tveir starfsmenn í Hraunvangnum 35 ára starfsafmæli en það eru þær Auður Adólfsdóttir á Bylgjuhrauni og Guðríður Ósk Axelsdóttir á Bárunhrauni.
 
Við óskum þeim öllum til hamingju og þökkum kærlega fyrir glæst störf í þágu Hrafnistu!
 

Framkvæmdir á Sléttuvegi gengið vel í sumar

Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili og samtengd mannvirki á Sléttuvegi hafa gengið vel í sumar. Gaman er að fylgjast með framkvæmdum og sjá húsnæðið vera að taka á sig mynd enda ætlunin að hefja starfsemi í byrjun næsta árs. Jón Grétar verkefnastjóri Sléttuvegarverkefnisins hefur verið duglegur að taka myndir af gangi framkvæmda. Í síðustu viku var til dæmis gert stutt myndaband af svæðinu sem má sjá með því að smella á þennan link:
 

Sumargrillum Hrafnistu lokið – Kærar þakkir til ykkar!

Að lokum eru hér kærar þakkir til ykkar allra. Í gær var haldið sumargrill fyrir íbúa, starfsfólk og gesti Skógarbæjar. Þar með lauk sumargrillum Hrafnistu þetta sumarið en öll heimilin okkar hafa nú haldið glæsilegar grillveislur. Sumargrillin er skemmtilegir viðburðir en um árabil höfum við viðhaldið þeim sið að a.m.k. einu sinni á sumri grillum við úti í hádeginu fyrir íbúa, starfsfólk og aðra góða gesti.
Það þurfa margir að leggja hönd á plóginn svo hægt sé að setja upp grillveilsur fyrir á annað þúsund manns eins og raunin er hér á Hrafnistuheimilunum. Þetta gekk allt ótrúlega vel og þó veðrið hafi auðvitað spilað aðeins inn í málin - en því stjórnum við auðvitað ekki. Hafið öll heiður og þakkir fyrir ykkar framlag við að gera þetta að veruleika en myndir frá öllum grillveislum Hrafnistu má finna á heimasíðu Hrafnistu innan skamms.
 
Góða helgi!
Bestu kveðjur,
Pétur

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur