Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 28. júní 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 28. júní 2019.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Starfsafmæli í júní.

Nú í júnímánuði eiga nokkrir fulltrúar í okkar glæsta starfsmannahópi formleg starfsafmæli.

3 ára starfsafmæli. Í Laugarásnum eru það Þorgerður Ýr Þorvarðardóttir, Ásdís Sandra Ágústsdóttir á Lækjartorgi, Elín María Árnadóttir á Miklatorgi/Engey, Chalee Mohtua og Elísa Eir Skúladóttir bæði á Sól-/Mánateig. Í Hraunvangi eru það Petra Ingvarsdóttir, Lilja Ingimarsdóttir og Kristín Rannveig Óskarsdóttir allar á Báruhrauni og Dagmar Ósk Harðardóttir á Sjávar-/Ægishrauni. Í Reykjanesbæ eru það Elzbieta Rodak á Nesvöllum og Tinna Penalver á Hlévangi.

5 ára starfsafmæli. Greipur Garðarsson, Ananda Gabriela Silva Sarmiento og Guðrún Alda Björnsdóttir öll á Sól-/Mánateig í Laugarási. Í Hraunvangi eru það Viktoría Valdimarsdóttir og Elsa Björg Árnadóttir báðar á Bylgjuhrauni, Guðrún Auður Harðardóttir á Sjávar-/Ægishrauni og Stefanía Kristín Sigurðardóttir á þjónustuborðinu. Í Reykjanesbæ eru það Kjartan Berg Rútsson og Elina Elísabet Azarevich bæði á Nesvöllum og Sigurdís Reynisdóttir og Kristbjörg Lilja Ómarsdóttir á Hlévangi.

Við óskum þeim öllum til hamingju og þökkum kærlega fyrir glæst störf í þágu Hrafnistu.

Sumargrill fyrir íbúa framundan!

Þrátt fyrir að aðeins hafi dregið fyrir sólu síðustu daga miðað við undanfarnar vikur, erum við hér á Hrafnistuheimilunum alveg komin í gírinn til að halda sumargrill fyrir íbúana okkar. Strax í næstu viku ætlum við að láta slag standa ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir. Sumargrillin eru skemmtilegir viðburðir en um árabil höfum við viðhaldið þeim sið að a.m.k. einu sinni á sumri grillum við úti í hádeginu fyrir íbúa, starfsfólk og aðra góða gesti. Fáum okkur gott kjöt og hefðbundið meðlæti og oftar en ekki er ís í eftirrétt undir dillandi tónum frá einhverju tónlistarfólki. Hvert Hrafnistuheimili mun auglýsa sitt sumargrill sérstaklega.

Ég vil þó nota þetta tækifæri og þakka öllum fyrirfram sem koma að svona málum enda mörg handtök sem þarf að gera aukalega svo fjölmennar og glæsilegar grillveislur eigi sér stað eins og við höldum hér á Hrafnistuheimilunum – kærar þakkir fyrir ykkar framlag!

Drög að stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun

Í vikunni kynnti heilbrigðisráðuneytið drög að stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun en það var Jón Snædal öldrunarlæknir, sem vann drögin. Jón hefur langa reynslu af störfum með og fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þess og mikla þekkingu á þessu sviði. Lengi hefur verið kallað eftir stefnu sem þessari og er því fagnaðarefni að hún sé að koma fram.

Drög að stefnunni má finna hér en umsagnarfrestur um drögin er til 15. ágúst.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/24/Til-umsagnar-Drog-ad-stefnu-i-malefnum-folks-med-heilabilun/

Hrafnista hefur skipað þverfaglegan vinnuhóp til að skoða drögin og koma með ábendingar reynist slíkt þörf en þessi málaflokkur tengist okkur auðvitað heilmikið þar sem við starfrækjum bæði hjúkrunarheimili og dagdvalir fyrir einstaklinga með heilabilun.

 

Föstudagsmolarnir fara nú í sumarfrí til 9. ágúst.

Ég vona að þið eigið ánægjulegan júlímánuð og verslunarmannahelgi - Góða helgi!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur