Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 21. júní 2019 - Gestaskrifari er Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Ísafold Garðabæ

 

Hrafnista Ísafold er 60 rýma hjúkrunarheimili. Þar er líka dagdvöl sem um 20 gestir koma daglega. Hér starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar, almennir starfsmenn og læknar. Auk þess er hér sjúkra- og iðjuþjálfun, fótaaðgerðastofa og hárgreiðslustofa. Starfsmenn sem koma að þjónustunni á Ísafold eru um 120. Að reka hjúkrunarheimili af þessari stærð er eins og að reka meðalstórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Flestir vita nokkuð hvað allir þessir starfsmenn gera en það er oft óljóst hvað við stjórnendur erum að sýsla allan daginn, mörgum finnst við vera á endalausum fundum sem erfitt er að átti sig á hverju skila. En það má kannski líkja öllum þessum fundum við köngulóarnet, við höldum öllum þráðunum saman og það sem er oft skemmtilegast og mest krefjandi að í starfi sem þessu vitum við oft ekki hvað dagurinn ber í skauti sér, sífellt eru að koma nýjar áskorannir, aðstæður sem við höfum aldrei lent í áður, sumar skemmtilegar en aðrar líka mjög erfiðar og sorglegar og þegar við höldum að við höfum séð allt og reynt allt, gerist eitthvað alveg nýtt. Í þeim aðstæðum er gott að getað leitað til stoðsviða okkar, heilbrigðissviðs, mannauðssviðs, bókhalds, rekstrarsviðs, umsjón fasteigna og samstarfsmanna á öllum Hrafnistuheimilunum. Við leitum líka oft álits og ráðgjafa utan Hrafnistu hjá t.d. Embætti landlæknis, Sjúkratrygginga, Tryggingastofnunar, Lyfjastofnunar, Heilbrigðiseftirlitsins, lögreglunnar ofl. ofl., því þótt Hrafnista hafi verið rekin í yfir 60 ár höfum við ekki öll svörin við ólíkum aðstæðum. Klukkan 13:00 á fimmtudegi þegar ég skrifa þennan pistil er ég búin að fá 29 tölvupósta, sem er frekar lítið því margir eru komnir í sumarfrí, eiga samtal við marga samstarfsmenn um ýmiss dagleg verkefni, eiga fund með Pétri forstjóra, Maríu Fjólu framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs, Oddgeiri rekstrarstjóra, Kristjáni fjármálastjóra, Steinunni hjúkrunardeildarstjóra, með fulltrúum Garðabæjar, með vinnuhóp um heimasíðuna okkar og er á leiðinni með Söru deildarstjóra sjúkra- og iðjuþjálfunar að hitta fulltrúa Rauða krossins vegna spennandi samstarfsverkefnis sem við förum vonandi í með þeim. Mér finnst dagurinn oft allof fljótur að líða og engan veginn tími fyrir allt sem þarf að gera, kannist þið ekki við þá tilfinningu?

Ps. Hafið þið ráð við að losna við máva sem hafa gert sig heimakæra á svölunum hjá okkur?

 

Hrönn Ljótsdóttir

Forstöðumaður Hrafnistu Ísafold

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur