Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 31. maí 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

 

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 31. maí 2019.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Sjómannadagurinn framundan á Hrafnistu

Einn af stóru dögunum á hverju ári hjá okkur á Hrafnistuheimilunum er Sjómannadagurinn. Ástæðu þessa má rekja til uppruna og eigenda Hrafnistu en eigandinn okkar er Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins. Sjómannadagsráð er samband stéttarfélaga sjómanna á höfuðborgarsvæðinu sem stofnað í Reykjavík 25. nóvember 1937 af ellefu stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Upphaflegt markmið var að halda hátíðisdag fyrir íslenska sjómenn árlega og var fyrsti sjómannadagurinn haldinn 6. júní 1938.

Sjómannadagsblaðið var gefið út í fyrsta sinn árið1938 en það kom einmitt út á miðvikudaginn í 82. skiptið. Eftir að sjómannadagurinn varð hátíðisdagur veltu Sjómannadagsráðsliðar fyrir sér spurningunni „Hvar getur Sjómannadagráð helst beitt sér til hagsbóta fyrir íslenska sjómenn þegar til framtíðar er litið?” og fundu út að þar væri allra mikilvægast að byggja dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn og ekkjur þeirra. Þar með hófst saga Hrafnistu sem nú hefur varað í 62 ár og nú geta einnig allir notið þjónustunnar, óháð tengslum við sjómennsku.

Á öllum Hrafnistuheimlinunum verður hátíðardagskrá í tilefni dagsins og hvet ég ykkur til að skoða dagskránna og aðstoða íbúanna og gesti þeirra við að njóta.

Gleðilegan Sjómannadag!

Sjómannadagurin er hluti af Hátíð hafsins

Fyrir þá sem eru utan Hrafnistuheimilanna má geta þess að Hátíð hafsins verður haldin núna um helgina. Hátíðin samanstendur af tveimur hátíðardögum, Hafnardeginum sem haldinn er á laugardeginum og Sjómannadeginum, sem haldinn er á sunnudeginum. Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, um gömlu höfnina, út á Grandagarð og að HB Granda. Bryddað verður upp á mörgum skemmtilegum nýjungum á Hátíð hafsins og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fastir liðir eins og dorgveiði, íslenskir fiskar og bryggjusprell verður á sínum stað sem og formleg hátíðardagskrá Sjómannadagsins á sunnudeginum.

Nánari upplýsingar um dagskánna má finna á heimasíðu hátíðarinnar:

https://hatidhafsins.is/

Leiðandi í umönnun og þjónustu við aldraða

Meðal markmiða okkar hér á Hrafnistu er að vera leiðandi í umönnun og þjónustu við aldraða ásamt því að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan heimilisfólks. Þetta markmið uppfyllum við meðal annars með því að vera dugleg að kynna okkur nýjungar í þjónustu bæði hér heima og erlendis. Einnig þurfum við að hlusta vel á málefnalega gagnrýni og ekki síst góðar ábendingar um það sem betur megi fara og vera gagnrýnin á okkur sjálf. Við verðum jafnframt að vera óhrædd við innleiða nýjungar og að gera breytingar þegar þær benda til bættra lífsgæða íbúanna og betra vinnuumhverfis starfsfólks.

Mér var hugsað til þessa í dag þegar ég sat í kveðjuboði með Bryndísi Guðmundsdóttur sjúkraþjálfara sem nú kveðjur Hrafnistu á Hraunvangi eftir rúmlega 32 ára farsælt starf. Hrafnistuheimilin voru fyrst hjúkurnaheimila hér á landi til að ráða sjúkraþjálfara í vinnu og var Bryndís einmitt annar þeirra sjúkraþjálfara sem ráðnir voru. Síðan hefur auðvitað margt gerst. Jafnframt voru Hrafnistuheimilin meðal fyrstu hjúkrunarheimila til að ráð iðjuþjálfa en á þeim 15 árum sem liðin eru síðan fyrsti iðjuþjálfinn hóf störf á Hrafnistu hefur starfið þróast og Hrafnistuheimilin eru nú einn stærsti vinnustaður iðjuþjálfa hér á landi.

 

Góða helgi og sólríkar stundir!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur