Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Föstudagsmolar 22. mars 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 22. mars 2019.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Allir að eiga afmæli...

Gaman að segja frá því að mars er mikill afmælismánuður hjá Hrafnistu. Þann 1. mars s.l. voru 5 ár síðan við tókum við rekstri Hlévangs í Reykjanesbæ. Þann 14. mars voru svo 5 ár síðan Nesvellir opnuðu með pomp og prakt. Síðast en ekki síst er gaman að geta þess að 19. mars voru 9 ár síðan Boðaþingið okkar opnaði. Auðvitað var haldið upp á afmælin á öllum stöðum með stæl og sjálfsagt er að óska öllum til hamingju!

 

Starfsafmæli í mars

Nú í marsmánuði eiga nokkrir fulltrúar í okkar glæsta starfsmannahópi formleg starfsafmæli. Um leið og við óskum þeim öllum til hamingju og þökkum kærlega fyrir glæst störf í þágu Hrafnistu er sjálfsagt að birta nöfn þessara einstaklinga:

3 ára starfsafmæli: Í Laugarásnum eru það Yohana Puspita Dewi í borðsal, Inga Bergdís Gunnarsdóttir á Sól- og Mánateig, Sólveig S. Benjamínsdóttirog Aníta Róbertsdóttir á Engey/Viðey, Jóna Petra Guðmundsdóttir í bókhalds- og launadeild og hjúkrunarfræðingarnir Randi Þórunn Kristjánsdóttir og Ingibjörg J. Eiríksdóttir á Lækjartorgi.

Í Hafnarfirði eru það Hlynur Snær Hilmarsson á Báruhrauni og Anna Jóna Helgadóttir í félagstarfinu.

Í Boðaþingi eru það Diljá Rut Guðmundudóttir og Unnur Petra Sigurjónsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Guðrún Birna Jónsdóttir á Sólteigi/Mánateigi í Laugarási.

Á Nesvöllum eru það Wioleta I. Kaczynska, Sigríður Rós  Jónatansdóttir, Ólöf Jóhannsdóttir, Erla Elísdóttir, Sveinbjörg Steingrímsdóttir, Þuríður Ingibjörg Elísdóttir, Irena María Motyl, Birna Einvarðsdóttir, Birna B. Skúladóttir, Íris Arna Smáradóttir, Anna Karolina Kozlowska, Ólöf Björgvinsdóttir, Marta Zarska og Helga Hjálmarsdóttir.

Á Hlévangi eru það Guðlaug Gunnarsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Sigurveig Long, Guðrún Sigurðardóttir, Grazyna Chojnowska og Karítas Gísladóttir.

Í Hafnarfirði eru það Íris Björk Gylfadóttir á Bylgjuhrauni og Lilja Björgvinsdóttir.

10 ára starfsafmæli: Miheret Soka á Sólteigi/Mánateigi í Lauarási og Málfríður Arna Arnórsdóttir á Sjávar- og Ægishrauni og Sonja Sigríður Gylfadóttir í Borðsal.

Síðast en ekki síst á Birna Jónasdóttir, starfmaður í sjúkraþjálfun í Laugarásnum 35 ára starfsafmæli!

 

Ráðningarferli forstöðumanns Hrafnistu Sléttuvegar stendur yfir

Nú eru aðeins um 300 dagar þar til við áætlum að opna hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg. Fyrir nokkru auglýstum við hér innanbúðar hjá okkur, eftir áhugasömu fólki í stöður forstöðumanns og hjúkrunardeildarstjóra heimilisins. Einn af kostunum við að starfa á Hrafnistu eru möguleikar til starfsþróunar og fjölbreytt stjórnunarstörf. Því fannst okkur upplagt að skoða málin innan okkar glæsta hóps enda einstakt tækifæri að fá að koma að upphafi af innleiðingu starfs á svo stóru hjúkrunarheimili (99 rými).

Gaman er að segja frá því að þónokkuð magn af umsóknum barst, hver annarri betri. Þetta ber sannarlega merki um að hjá okkur sé fullt af kraftmiklu og metnaðarfullu fólki (sem þarf svo sem ekki að koma á óvart fyrir þá sem þekkja til okkar glæsta starfsmannahóps). Það verður því nokkuð lúxus-vandamál að velja úr hópnum en málin varðandi a.m.k. forstöðumann Sléttuvegar ættu að skýrast í lok þessa mánaðar þar sem ætlunin er að forstöðumaður Sléttuvegar hefji störf þann 1. maí nk.

Við leyfum ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með um leið og mál skýrast.

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur