Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 2. nóvember 2018 - Gestaskrifari er Rebekka Ingadóttir, deildarstjóri Hrafnistu í Kópavogi

Haustfagnaður Hrafnistu Kópavogi 2018

Nú síðasta miðvikudag, þann 31.oktober var haustfagnaður Hrafnistu í Kópavogi. Alls 160 gestir tóku þátt í fagnaðinum og allir mættir í sínu fínasta pússi. Íbúar hjúkrunarheimilisins njóta þess að bjóða ættingjum sínum til kvöldverðar og skemmtunar innan heimilisins. Gestir úr dagdvöl og úr þjónustuíbúðum Naustavarar Boðaþingi 22-24 koma einnig og skemmta sér vel. Ekki er verra að geta hoppað yfir götuna í heljarinnar veislu.  Þetta kvöld er fullt af gleði, kærleika og hlýju. Undirbúningur kvöldsins er langur og maður fann tilhlökkun í íbúum alla vikuna. Eftir skemmtunina njótum við þess að ræða kvöldið og gleðjast yfir minningum sem við eigum um það.

Í ár fengum við frábæran heiðursgest, bæjarstjórann okkar hann Ármann Kr Ólafsson. Hann hélt ræðu þar sem hann talaði um fyrirhugaða stækkun á heimilinu en hún hefur tafist um óákveðin tíma vegna málaferla arkitekta og ríkisins.

Við vorum líka með frábæra veislustjóra sem héldu svo sannarlega uppi stuðinu, Svavar Knútur og Berta sungu af sinni alkunnu snilld, fengu íbúa og gesti í fjöldasöng þar sem allir tóku undir. Í lokin dönsuðu svo gestir við fagra tóna Sveins Sigurjónssonar harmonikkuleikara sem við fáum til okkar reglulega á heimilið.  

Ég verð alltaf jafn snortin eftir þessi kvöld. Allir starfsmenn heimilins leggjast á eitt að gera kvöldið eftirminnilegt fyrir íbúa og gesti. Kokkarnir og starfsmenn úr borðsal bera fram þjóðarrétt Hrafnistu, kótilettur í raspi sem renna ljúft niður með malti og appelsíni.

Ég er strax farin að hlakka til næsta haustfagnaðar!

 

Verklagið ABC virkar!

Á tveimur hjúkrunardeildum Hrafnistu vinna starfsmenn eftir verklagi sem kallast ABC. Ég ásamt Dagný Jónsdóttur deildarstjóra á Hrafnistu Reykjavík kynntum verklagið á ráðstefnunni Hrumleiki-Frumleiki sem fór fram föstudaginn 26. október sl.

Verklag ABC snýst um að starfsemin og verklag á deild er sniðin eftir því hvernig mönnunin er þá vaktina. Þegar ekki er hámarksmönnun á deild (vegna veikinda eða fríia) eru aukaverk sett til hliðar eins og að þvo þvott íbúa, búa um rúm, fylla á lager o.fl. og grunnþarfir íbúa settar í forgang. Íbúarnir fá ekki minni þjónustu þegar hámarksmönnun er ekki til staðar heldur einbeita starfsmenn sér frekar að sinna grunnþörfum íbúa heldur en aukaverkum á deild. Starfsmenn sem eru í vaktafríi fá að vera í fríi en eru ekki endurtekið beðnir að koma á aukavaktir. Eftir að verklagið ABC var innleitt á hjúkrunardeildum í Kópavogi og Reykjavík höfum við fundið fyrir að starfsmenn upplifa minni streitu og álag í starfi.

Fyrir stjórnendur er þetta gott verkfæri til að sjá hvernig mönnun er á deildinni til lengri tíma og auðveldara er að dreifa álagi á einingar eftir því hvernig mönnun er á vöktum.

Ef einhverjar deildar á Hrafnistu vilja fá betri kynningu á ABC er þeim velkomið að hafa samband við okkur Dagný.

 

Ég óska ykkur góðrar helgar í vinnu eða í fríi !

 

Rebekka Ingadóttir

Deildarstjóri Hrafnistu í Kópavogi.

 

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur