Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 28. september 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

 

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 28. september 2018.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Haustfagnaðir íbúa framundan

Einn af hátindum ársins á hverju heimili hjá okkur, er haustfagnaður íbúa. Við hér á Hrafnistuheimilunum höfum viðhaldið þeirri skemmtilegu hefð á haustin að efna til glæsilegra haustfagnaða fyrir íbúa okkar og gesti þeirra á hverju heimili. Þar fer fólk í sitt fínasta púss, borðar góðan mat, húsnæðið er skreytt og flott skemmtiatriði eru í boði. Árið í ár er þar engin undantekning en það verða Nesvellir og Hafnarfjörður sem ríða á vaðið eftir rúma viku.

Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja alla til að vera virkir þátttakendur á sínum heimilum þannig að íbúar okkar geti notið þessa viðburða sem allra best.

Haustfagnaðir Hrafnistuheimilanna verða sem hér segir: Dagskrá og tímasetningar verða kynntar betur þegar nær dregur á hverjum stað fyrir sig.

Hrafnista Nesvellir – 10. október

Hrafnista Hafnarfjörður – 12. október (hádegi)

Hrafnista Garðabær – 25. október

Hrafnista Kópavogur – 31. október

Hrafnista Hlévangur – 1. nóvember

Hrafnista Reykjavík – 8. nóvember

 

Samfélagsspor Sjómannadagsráðs

Á dögunum reiknaði Valgeir deildarstjóri bókhalds, svokallað samfélagsspor fyrir Sjómannadagsráð og fyrirtæki þess. Samfélagsspor er tiltekin aðferðafræði sem notuð er til að greina heildarframlag fyrirtækja til samfélagsins í formi skatta og opinberra gjalda. Alls eru Hrafnistuheimilin að borgar yfir einn milljarð á þessu ári í skatta og opinber gjöld (fyrirtæki Sjómannadagsráðs alls um 1,3 milljarða. Ykkur til fróðleiks fylgir hér útreikningur á þessu.

  •  

    Nýr kynningarbæklingur um Hrafnistu

     

    Í vikunni barst okkur í hús nýr kynningarbæklingur um Hrafnistuheimilin. Flestir muna sjálfsagt eftir rauða bæklingnum, í A4-broti , sem gerður var árið 2015 og dreift ansi víða. Nú er í raun búið að uppfæra þennan bækling í samræmi við breytta starfsemi okkar frá árinu 2015 en til dæmis hefur Garðabær bæst við Hrafnistu-flóruna síðan þá. Að öðru leiti er bæklingurinn svipaður en hann er prentaður í 2.000 eintökum nú í fyrstu lotu.

    Hugmyndin með bæklingnum er að hann sé hægt að gefa gestum Hrafnistu og öðrum sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi okkar. Bæklingnum verður dreift út á heimilin í næstu viku og er um að gera að dreifa honum sem víðast.

    Hulda S. Helgadóttir mun halda utan um dreifingu bæklingsins þannig að endilega snúið ykkur til hennar til að fá eintök. Jafnframt væri gott að fá hjálp frá ykkur við að taka gamla bæklinginn úr umferð.

     

    Nýtt skipulag á Neyðarstjórn Hrafnistu

    Í vor og sumar hefur verið unnið að endurskipulagningu á Neyðarstjórn Hrafnistu. Með vaxandi umfangi í starfseminni og auknum kröfum hefur verið ljóst í nokkurn tíma að þessi mál þarf að uppfæra hjá okkur til samræmis við breytingarnar -  þannig að skjót, markviss og fumlaus stjórnun og vinnubrögð fari í gang þegar alvarleg neyðartilvik koma upp á Hrafnistuheimilunum. Með Neyðarstjórn er verið að líta til stærri mála eins og eldsvoða, jarðskjálfta, meiri háttar rafmagnsleysis og fleiri slíkra þátta sem upp geta komið allan sólarhringinn, alla daga ársins.

    Meginbreytinging á starfi Neyðarstjórnar sem verður sýnileg stjórnendum og almennu starfsfólki er að þegar upp koma alvarleg atvik eða önnur mál á Hrafnistu utan virka daga, er mikilvægt að starfsfólk heimilanna viti við hvern skuli hafa samband. Sérstakt neyðarnúmer Hrafnistu verður tekið í notkun upp úr miðjum október og alla daga ársins er einn ábyrgur starfsmaður Neyðarstjórnar með símann á sér, allan sólarhringinn. Þetta verður allt kynnt nánar og betur þegar nær dregur en gott að þið vitið af þessu.

     

    Góðar stundir!

    Bestu kveðjur,

    Pétur

     

     

     

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur