Top header icons

Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

Topp slide - reykjavik

Föstudagsmolar 7. september 2018 - Gestaskrifari er Sigurbjörg Hannesdóttir, deildarstjóri iðjuþjálfunar Hrafnistu í Reykjavík.

 

Kæra samstarfsfólk,

 

Fundur formanna og varaformanna iðjuþjálfafélaga á Norðurlöndum var haldinn í Færeyjum 29.- 31.ágúst 2018. Hópurinn hittist árlega og í fyrra var fundurinn haldinn á Íslandi. Markmið með samstarfinu er að gera iðjuþjálfun á norðurlöndum sterkari afl og til að miðla reynslu sín á milli. Í hópnum er  Ísland, Danmörk, Færeyjar, Finnland, Svíþjóð og Noregur. Ósk Sigurðardóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands og undirrituð er varaformaður og fórum við fyrir hönd félagsins til Færeyja.

b_285_214_16777215_00_images_mynd1_molar_07092018_.jpeg

Efni fundarins í Færeyjum var að ræða um virði iðjuþjálfunar í samfélaginu og hvernig við getum styrkt iðjuþjálfun á norðurlöndunum. Stærð iðjuþjálfafélaga í löndunum er mismundandi, á Íslandi eru rúmlega 300 félagsmenn, í Færeyjum eru rúmlega 70, hins vegar eru hin löndin sum með yfir 3000 félagsmenn, fjölmarga starfsmenn og stórar skrifstofur. Sem gerir það að verkum að umsvif þeirra félaga er stórt og mikið og hægt að vera með markvissa fræðslu, gera bæklinga og ýmislegt annað. Iðjuþjálfafélagið í Svíþjóð er til dæmis að byrja á nýrri þjónustu fyrir sína félagsmenn þar sem fræðslan fer að hluta til í gegnum netið „Digital academy“. Þar geta félagsmenn horft á fyrirlestra eða farið á námskeið á sínum vinnustað í vinnutíma eða heimili sínu allt í gegnum netið. Mikill áhugi er í Svíþjóð fyrir slíkri fræðsluleið og er sænska iðjuþjálfafélagið er leiðandi með þess háttar fræðslu í sínu landi.

Aðeins um Iðjuþjálfafélag Íslands sem er fagstéttarfélag. Markmið og meginefni félagsins eru: Að gæta hagsmuna iðjuþjálfa og efla samvinnu og samheldni innan stéttarinnar. Að efla þróun og standa vörð um gæði iðjuþjálfunar á Íslandi. Að stuðla að bættri menntun og aukinni faglegri vitund iðjuþjálfa. Að efla samstarf við iðjuþjálfa erlendis og tengsl við hliðstæða starfshópa innanlands sem utan. Að kynna menntun og starf iðjuþjálfa. Að vinna að heilbrigði landsmanna.

b_149_149_16777215_00_images_mynd2_molar_07092018.jpeg

IÞÍ var stofnað í mars 1976 og voru félagar þá tíu talsins en eru í dag rúmlega 300. Innan félagsins er unnið metnaðarfullt starf til þess að ná ofangreindum markmiðum og fjölmargir félagsmenn starfa í stjórnum og nefndum. Iðjuþjálfafélag Íslands er aðili að Heimssambandi iðjuþjálfa (WFOT) og Iðjuþjálfanefnd Evrópuþjóða (COTEC) og tekur ennfremur þátt í öflugu samstarfi norrænu iðjuþjálfafélaganna. IÞÍ er aðili að Bandalagi háskólamanna (BHM). IÞÍ gefur út fagblaðið Iðjuþjálfann og  rekur þjónustuskrifstofu SIGL í samvinnu við þrjú önnur stéttarfélög í höfuðstöðvum Bandalags háskólamanna að Borgartúni 6, Reykjavík.

 

b_201_239_16777215_00_images_mynd3_molar_07092018.jpeg

Hópurinn fór í skoðunarferð út í eyju sem heitir Skúgvoy þar búa 21 manns og aðallega eldri borgarar. Við kíktum auðvitað í kaupfélagið og spjölluðum við eyjaskeggja. Við sögðumst vera frá Íslandi og þeir svöruðu einmitt „Já já fólkið“. Við skildum þetta ekki alveg og spurðum þá út í hvað þeir meintu. Jú þeim fannst íslendingar segja „já já“ í öðru hverju orði og þetta væri viðurnefni íslendinga á Skúgvoy. Við nánari hugsun þá er þetta ekki fjarri lagi „já já“ það er eitthvað sem íslendingar segja mjög oft og hefur margvíslega þýðingu. „Já já“ sem samþykki, „já já“ sem undrandi, „jájájájájájá“ sem staðfesting. Mér finnst þetta viðurnefni mjög skemmtilegt og held við ættum að vera ánægð með vera kölluð „já já“ manneskjur enda erum við íslendingar fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi.  

 

Annars mæli ég eindregið með ferð til Færeyja, frábært land og vinalegt fólk, einstök náttúra og fallegar eyjar.

 

b_544_342_16777215_00_images_mynd4_molar_07092018.jpeg

 

Bestu kveðjur og góða helgi til ykkar allra,

Sigurbjörg Hannesdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar

Hrafnista Reykjavík

 

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur